Betri horfur hjá Wilshere

Jack Wilshere.
Jack Wilshere. AFP

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu, er byrjaður að æfa á ný eftir að hafa meiðst á ökkla fyrir skömmu en óttast var um tíma að hann myndi ekki spila meira á þessu tímabili.

Wilshere kom inní lið Arsenal á ný fyrr í vetur eftir að hafa verið frá keppni í fjórtán mánuði vegna ökklameiðsla. Óttast var að þau hefðu tekið sig upp að nýju en The Mirror segir í dag að sá ótti hafi reynst ástæðulaus.

Miðjumaðurinn öflugi missti af leikjum Arsenal gegn Bayern München og Swansea en gæti spilað næsta laugardag þegar liðið mætir Reading. Raunhæfara þykir þó að Wilshere verði í liði Arsenal gegn Norwich 13. apríl. Hann missti jafnframt af leikjum Englands gegn San Marínó og Svartfjallalandi í undankeppni HM.

Arsenal er í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu og er fjórum stigum á eftir Tottenham og fimm á eftir Chelsea, sem eru í þriðja og fjórða sætinu. Þá er Everfton aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal í sjötta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert