Samherji Íslendinganna hjá FCK til Stoke?

Andreas Cornelius er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni.
Andreas Cornelius er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/fck.dk

Enska úrvalsdeildarliðið Stoke hefur áhuga á að fá danska ungstirnið Andreas Cornelius til liðs við sig í sumar að sögn danska markvarðarins Thomasar Sörensens sem leikur með liðinu.

Þessi tvítugi piltur leikur með íslensku landsliðsmönnunum Ragnari Sigurðssyni, Rúrik Gíslasyni og Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni með 17 mörk.

Hann hefur verið sjóðheitur á tímabilinu og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Danmörku á dögunum.

„Stoke hefur klárlega áhuga á Corneliusi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef verið hafður í ráðum þegar verið er að skoða danska leikmenn. Ég sagði þeim að þessi strákur væri einstakur og hann væri búinn að standa sig vel í Danmörku,“ segir Thomas Sörensen við sporten.dk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert