Arsenal komst í dag upp í þriðja sæti ensku deildarinnar eftir 1:0 sigur á Fulham á útivelli í daufum leik, en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Fulham missti Steve Sidwell útaf strax á 12.mínútu og lék einum færri fram á síðustu sekúndur leiksins þegar Olivier Giroud var rekinn af velli í liði Arsenal. Með sigrinum, sem var tæpur og má raunar segja að Arsenal hafi sloppið fyrir horn, fór liðið upp fyrir Chelsea sem á reyndar tvo leiki til góða.
Norwich fékk þrjú mikilvæg stig með 2:1 sigri á Reading sem er sem fyrr í neðsta sæti en Norwich lagaði stöðu sína í neðri hlutanum.
Það gerði einnig Sunderland sem vann frækinn 1:0 sigur á Everton og Stoke vann fínan 0:2 sigur á QPR.
Newcastle náði í eitt stig á útivelli á móti WBA og er með 37 stig í 16. sæti eins og Stoke og Sunderland.
West Ham skaust upp fyrir Fulham með 2:0 sigri á Wigan og er í 10. sæti.
Reading og QPR eru nánast fallin niður um deild en Wigan er í þriðja neðsta sætinu, þremur stigum á eftir Aston Villa sem mætir Manchester United á mánudag.
Leikir dagsins:
Fulham - Arsenal, 0:1
(Mertesacker 43.)
Norwich - Reading, 2:0
(Ryan Bennett 51., Elliott Bennett 52.) - (Garath McClery 72.)
QPR - Stoke, 0:2
(Peter Crouch 42., Jonathan Walters 77. (víti))
Sunderland - Everton, 1:0
(Stéphane Sessegnon 45.)
Swansea - Southampton, 0:0
WBA - Newcastle, 1:1
Chris Brunt 68.) - (Yoan Gouffran 12.)
West Ham - Wigan, 2:0
(Matthew Jarvis 21., Kevin Nolan 80.)
90. LEIKJUM LOKIÐ
88. RAUTT Annað rautt spjald á loft í leik Fulham og Arsenal, að þessu sinni er það Olivier Giroud, leikmaður Arsenal sem er rekinn af velli.
80 MARK West Ham í ham á mót Wigan og Kevin Nolan skorar annað mark liðsins.
77. MARK Stoke komið í þægilega stöðu eftir að Jonathan Walters skoraði annað mark liðsins á móti QPR. Hann skoraði úr víti.
72. MARK Reading búið að minnka muninn með marki Garath McClery.
68. MARK WBA búið að jafna á móti Newcastle með marki frá Chris Brunt.
52. MARK Annað mark hjá Norwich og nú var það Elliott Bennett.
51. MARK Norwich komið yfir gegn Reading með marki Ryan Bennett.
46. Flautað til síðari hálfleik.
45. HÁLFLEIKUR Í LEIKJUNUM SJÖ
45. MARK Sundarland komið með forystu gegn Everton. Stéphane Sessegnon skoraði markið í uppbótartíma.
43. MARK Þar kom að því að Arsenal náði að skora á móti 10 leikmönnum Fulham. Þjóðverjinn Mertesacker skallaði í netið eftir aukaspyrnu.
42. MARK Þriðja mark dagsins gerir Peter Crouch fyrir Stoke í leiknum við QPR.
35. Arsenal heldur áfram að sækja aðmarki Fulham og Giroud var að skjóta í stöng heimamanna í Fulham, en ekki tókst honum að skora frekar en öðrum í leiknum til þessa.
21. MARK Annað mark dagsins gerir Matthew Jarvis fyrir West Ham á móti Wigan.
20. Bara eitt mark komið enn. Arsenal með knöttinn í 75-80% leiktímans á móti Fulham, en leikmenn Fulham hafa þó fengið tvö bestu færi leiksins án þess þó að skora en Berbatov komst í fínt færi rétt áðan en skot hans varið í horn.
12. MARK Newcastle komið yfir á móti WBA með marki Yoan Gouffran eftir flotta sendingu frá Cisse. Mikilvægt fyrir Newcastle því með sigri kemst liðið trúlega endanlega úr fallbaráttunni.
12. RAUTT Fulham verður einum manni færri til leiksloka því Steve Sidwell var að fá rautt spjald fyrir brot á Arteta, fyrirliða Arsenal. Sidwell er nýkominn úr þriggja leikja banni og stoppaði ekki lengi við.
1. LEIKIR HAFNIR.
0. Þá eru byrjunarliðin í öllum sjö leikjunum komin inn.
0. Byrjunarliðin birtast hér að neðan jafnóðum og fréttir af þeim berast.
Fulham: Schwarzer, Manolev, Senderos, Hangeland, Richardson, Enoh, Sidwell, Ruiz, Emanuelson, Kacaniklic, Berbatov.
Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Arteta, Ramsey, Rosicky, Cazorla, Walcott, Giroud.
Varamenn: Mannone, Vermaelen, Gibbs, Wilshere, Oxlade-Chamberlain, Gervinho, Podolski.
--------------------------
Norwich: Bunn, Martin, E Bennett Bassong, Turner, Howson, Garrido, Kamara, Johnson, Snodgrass, Holt.
Reading: McCarthy, Gunter, Kelly, Mariappa, Morrison, Karacan, Guthrie, McCleary, McAnuff, Blackman, Pogrebnyak.
--------------------------
QPR: Green, Bosingwa, Samba, Hill, Ben Haim, Townsend, Mbia, Derry, Hoilett, Taarabt, Remy.
Stoke: Begovic, Shotton, Huth, Shawcross, Wilson, Whelan, N’Zonzi, Adam, Walters, Crouch, Jerome.
--------------------------
Sunderland: Mignolet, Rose, N’Diaye, Larsson, Graham, Colback, O’Shea, Johnson, McCLean, Cuellar, Sessegnon.
Everton: Howard, Coleman, Baines, Distin, Heitinga, Gibson, Osman, Fellaini, Pienaar, Anichebe, Mirallas.
--------------------------
Swansea: Vorm, Rangel, Flores, Williams, Davies, Britton, de Guzman, Michu, Dyer, Hernandez, Moore.
Southampton: Boruc, Clyne, Yoshida, Hooiveld, Fox, Schneiderlin, Cork, S. Davis, Rodriguez, Lambert, Lallana.
--------------------------
WBA: Foster, Jones, McAuley, Olsson, Popov, Dorrans, Yacob, Morrison, Brunt, Fortune, Lukaku.
Newcastle: Elliot, Debuchy, S.Taylor, Yanga-Mbiwa, Haidara, Perch, Cabaye, Gouffran, Sissoko, Gutiérrez, Cissé.
--------------------------
West Ham: Jaaskelainen, Reid, Nolan, Jarvis, Carroll, Vaz Te, O'Brien, Collins, Demel, Diame, O'Neil.
Wigan: Robles, Kone, Alcaraz, McCarthy, Caldwell, Maloney, Gomez, McManaman, Boyce, Figueroa, Scharner.