Suárez boðið á reiðistjórnunarnámskeið

Suárez skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma í gær en það féll …
Suárez skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma í gær en það féll í skuggann á bitinu. AFP

Leikmannasamtökin á Englandi ætla bjóða Luis Suárez, framherja Liverpool, á reiðistjórnunarnámskeið í kjölfar atviksins á Anfield í gær þar sem Úrúgvæinn beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea.

Suárez baðst afsökunar á athæfi sínu sem Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki. Eins og kom fram í morgun er lögreglan komin í málið en Ivanovic ætlar ekki að kæra Suárez, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Gordon Taylor, formaður leikmannasamtakana, vill hjálpa Suárez að takast á við skapið og ætla samtökin að bjóða honum á reiðistjórnunarnámskeið.

„Það efast enginn um hversu hæfileikaríkur fótboltamaður hann er. Þess vegna er það svo svekkjandi og vandræðalegt þegar hann verður sér til skammar.“

„Við verðum vinna í þessari reiðistjórnun. Við erum með vel þjálfað fólk sem mun bjóða Liverpool og suárez aðferðir til að bæta sig,“ segir Taylor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka