Arsenal mun standa heiðursvörð fyrir Manchester United þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur en United varð Englandsmeistari á mánudaginn eftir 3:0-sigur á Aston Villa.
Robin van Persie snýr því aftur á sinn gamla heimavöll, tæpu ári eftir að hann yfirgaf Arsenal og fór til Man. United til að vinna titla. Gömlu félagar hans þurfa standa heiðursvörð fyrir Van Persie og klappa hann inn á völlinn.
„Við viljum virða hefðir enskrar knattspyrnu. Við virðum Robin van Persie eins og hvern annan leikmann sem hefur farið og kemur svo aftur. Ég vil að leikmaðurinn njóti virðingar,“ sagði Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag.