Fallið blasir við Birni Bergmann Sigurðarsyni og félögum í Úlfunum en liðið er þremur stigum frá öruggu sæti í B-deildinni þegar ein umferð er eftir.
Úlfarnir töpuðu í dag heima gegn Burnley, 1:2, þar sem Björg Bergmann var í byrjunarliðinu en var tekinn af velli á 59. mínútu.
Liðið er með 51 stig og -14 í markatölu þegar einum leik er ólokið. Eina liðið sem getur farið niður í stað Úlfanna er Barnsley sem vann lífsnauðsynlegan sigur á Hull, 2:0, í dag en Hull er í öðru sæti deildarinnar.
Barnsley er í 21. sæti, einu fyrir ofan fallsvæðið, með 54 stig og -14 í markatölu. Liðið mætir Huddersfield í lokaumferðinni á sama tíma og Wolves mætir Brighton.
Hvorki Huddersfield né Brighton hafa að neinu að keppa en Úlfarnir verða vinna sinn leik og vonast eftir tapi hjá Barnsley.
Meistarar Cardiff gerðu jafntefli við Bolton, 1:1, á heimavelli þar sem Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðinu en Heiðar Helguson ekki í leikmannahópnum.