Ekkert ákveðið með Moyes

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, segir að David Moyes, knattspyrnustjóri liðsins, ráði einn framtíð sinni en tekur fram að enginn samningur þess efnis að Skotinn taki við af Ferguson sé í höfn.

Talið er að Moyes taki við Manchester United af morgun en eins og fram hefur komið í fréttum í dag stígur Sir Alex Ferguson til hliðar að loknu tímabilinu.

Veðbankar hættu að taka við veðmálum þess efnis að Moyes yrði næsti knattspyrnustjóri Man. Utd eftir að hann ferðaðist til London í dag til að hitta Kenwright.

Eftir þær viðræður staðfesti Kenwright að ekki væri búið að ganga frá því að Moyes tæki við af Ferguson og sagði stjórnarformaðurinn að Moyes muni stýra leik Everton gegn West ham á sunnudaginn.

Fátt virðist koma í veg fyrir að Moyes taki við …
Fátt virðist koma í veg fyrir að Moyes taki við af samlanda sínum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert