Beckham fór grátandi af velli

Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham réð ekki við tilfinningarnar í gærkvöld og fór hágrátandi af velli þegar honum var skipt út af í lokaleik sínum á heimavelli á ferlinum, með París SG gegn Brest í frönsku 1. deildinni.

Leikurinn var stöðvaður um stund á 81. mínútu þegar Beckham var kallaður af velli. Hann var fyrirliði Parísarliðsins í leiknum og leikmennirnir röðuðu sér upp og klöppuðu fyrir honum þegar hann gekk út af vellinum í hinsta sinn.

Þetta var lokaleikur París SG á heimavelli og forseti félagsins sagði eftir leikinn að þetta hefði væntanlega verið lokaleikurinn á ferli Beckhams því hann myndi að óbreyttu ekki spila útileikinn gegn Lorient í lokaumferðinni.

París SG vann leikinn 3:1 og Beckham kvaddi með því að leggja upp eitt markanna sem Blaise Matuidi skoraði beint eftir hornspyrnu Englendingsins.

David Beckham ræður ekki við tilfinningarnar og beygir af um …
David Beckham ræður ekki við tilfinningarnar og beygir af um leið og hann gengur af velli. AFP
David Beckham klappar fyrir áhorfendum.
David Beckham klappar fyrir áhorfendum. AFP
Leikmenn París SG tollera David Beckham í leikslok.
Leikmenn París SG tollera David Beckham í leikslok. AFP
David Beckham fagnar Zlatan Ibrahimovic í leiknum en Svíinn skoraði …
David Beckham fagnar Zlatan Ibrahimovic í leiknum en Svíinn skoraði tvívegis. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert