Arsenal gerir sér vonir um að fá Williams

Ashley Williams varð deildabikarmeistari með Swanasea í vetur.
Ashley Williams varð deildabikarmeistari með Swanasea í vetur. AFP

Arsenal gerir sér góðar vonir um að fá Ashley Williams miðvörð og fyrirliða Swansea City til liðs við sig í sumar. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur lengi haft augastað á leikmanninum og í janúar gerði hann tilraun til að fá leikmanninn í sínar raðir.

Fari svo að Williams komi á Emirates Stadium og klæðist búningi Arsenal er afar líklegt að Belginn Thomas Vermaelen verði látinn víkja en hann átti erfitt uppdráttar hjá Lundúnaliðinu á tímabilinu. Hann var meira og minna á bekknum síðustu tvo mánuðina á meðan Laurent Koscielny og Per Mertesacker léku saman í hjarta varnarinnar og gerðu það vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert