Breytingar á ensku liðunum

Liðin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hófu strax í maí að huga að breytingum á sínum leikmannahópum fyrir komandi tímabil. Þó ekki hafi verið opnað formlega fyrir félagaskipti fyrr en 1. júlí var þegar búið að ganga frá kaupum og sölum á mörgum leikmönnum fyrir mánaðamótin og stöðugt bættist við.

Í gærkvöld rann út sá frestur sem lið og leikmenn höfðu til að skipta um félag. Ensku félögin og félög víðast í Evrópu höfðu svigrúm til klukkan 22.00 að íslenskum tíma til að ganga frá kaupum og sölum. Enn geta þó orðið breytingar því samningslausir leikmenn geta samið hvenær sem er.

Hér á mbl.is höfum við fylgst með breytingunum á liðunum í allt sumar og uppfært reglulega hverjir koma og fara. Þær nýjustu eru hér fyrir neðan, en enn neðar má svo sjá allar breytingar í sumar hjá hverju liði fyrir sig:

Nýjustu breytingar:

Þessi félagaskipti voru staðfest eftir klukkan 22.00 í gærkvöld, en þá hafði öllum formsatriðum verið lokið í tæka tíð:

* 2. sept. - Everton hefur staðfest að framherjinn Victor Anichebe hafi verið seldur til WBA og kaupverðið geti orðið samtals 6 milljónir punda.
* 2. sept. - Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum James McCarthy frá Wigan fyrir 13 milljónir punda. Hann er 22 ára írskur landsliðsmaður en hefur leikið um 120 leiki með Wigan í úrvalsdeildinni.
* 2. sept. - Nýliðar Hull City hafa fengið egypska miðjumanninn Gedo lánaðan frá Al Ahly út þetta tímabil en hann var hjá félaginu hluta af síðasta tímabili.
* 2. sept. - Stoke hefur lánað Michael Kightley til Burnley og Ryan Shotton til Wigan.
* 2. sept. - Manchester United hefur fest kaup á Marouane Fellaini, belgíska miðjumanninum, frá Everton. Kaupverðið er talið vera 27,5 milljónir punda.
* 2. sept. - Fulham hefur keypt svartfellska miðjumanninn Elsad Zverotic af Young Boys í Sviss og samið við hann til tveggja ára.
* 2. sept. - QPR hefur fengið Benoit Assou-Ekotto og Tom Carroll lánaða frá Tottenham út þetta tímabil.

* Ekki tókst að ganga frá lánsskiptum Fabio Coentrao frá Real Madrid til Manchester United fyrir tilsettan tíma, og ekki heldur fyrirhuguðum kaupum Hull City á Shane Long frá WBA.

Þessi félagaskipti voru tilkynnt áður en glugganum var lokað klukkan 22.00:

* 2. sept. - Everton hefur fengið enska landsliðsmanninn Gareth Barry lánaðan frá Manchester City og belgíska framherjann Romelu Lukaku lánaðan frá Chelsea en hann lék með WBA síðasta vetur.
* 2. sept. - WBA hefur gengið frá kaupum á Stéphane Sessegnon, sóknarmanni frá Benín, og greiðir Sunderland rúmar 6 milljónir punda, sem gerir þennan 29 ára gamla leikmann að þeim dýrasta í sögu WBA.
* 2. sept. - Þá er það endanlega staðfest að Arsenal hefur keypt þýska sóknartengiliðinn Mesut Özil af Real Madrid fyrir 42,4 milljónir punda og hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu Lundúnafélagsins. Hann er jafnframt dýrasti leikmaðurinn sem enskt félag hefur keypt í sumar.
* 2. sept. - Sunderland bætir við enn einum leikmanninum því nú er Andrea Dossena, 31 árs vinstri bakvörður eða kantmaður, kominn til félagsins frá Napoli á Ítalíu.
* 2. sept. - Manchester United hefur lánað portúgalska framherjann Bébé til Pacos de Ferreira í heimalandi hans. Bébé hefur ekki spilað með United í tvö ár og verið í láni í Tyrklandi og Portúgal.
* 2. sept - Liverpool hefur lánað ítalska framherjann Fabio Borini til Sunderland út þetta tímabil.
* 2. sept. - Bikarmeistarar Wigan hafa fengið miðjumanninn Nick Powell lánaðan frá Manchester United.
* 2. sept. - Swansea City hefur fengið spænska framherjann Álvaro Vázquez lánaðan frá Getafe út þetta tímabil. Hann er 22 ára og hefur spilað með yngri landsliðum Spánar.
* 2. sept. - Nígeríski framherjinn Peter Odemwingie er kominn til Cardiff frá WBA. Hann er 32 ára og hefur skorað 30 mörk fyrir WBA í úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár.
* 2. sept. - Crystal Palace heldur áfram að sanka að sér mönnum og hefur nú fengið kantmanninn skoska Barry Bannan frá Aston Villa og samið við hann til þriggja ára.
* 2. sept. - Aston Villa hefur keypt Libor Kozak, hávaxinn 24 ára landsliðsframherja frá Tékklandi, af Lazio á Ítalíu og samið við hann til fjögurra ára.
* 2. sept. - Arsenal hefur fengið markvörðinn Emiliano Viviano lánaðan frá Palermo út þetta tímabil, með forkaupsrétti á honum næsta vor.
* 2. sept. - Stoke hefur fengið írska miðjumanninn Stephen Ireland lánaðan frá Aston Villa út þetta tímabil.
* 2. sept. - Crystal Palace hefur fengið sinn 12. leikmann í sumar en varnarmaðurinn Adrian Mariappa er kominn til félagsins frá Reading og búinn að semja til þriggja ára.
* 2. sept. - Spænski miðjumaðurinn Daniel Pacheco er farinn frá Liverpool til spænska B-deildarliðsins Alcorcon. Pacheco var í sex ár í Liverpool en lék aðeins 5 leiki í úrvalsdeildinni.
* 2. sept. - WBA hefur samið við markvörðinn Lee Camp, sem var leystur undan samningi við Norwich fyrr í sumar.
* 2. sept. - Southampton hefur lánað Zambíumanninn Emmanuel Mayuka til Sochaux í Frakklandi út þetta tímabil.
* 2. sept. - Manchester City hefur lánað Abdul Razak, miðjumann frá Fílabeinsströndinni, til Anzhi Mackhachkala í Rússlandi út tímabilið.
* 2. sept. - Nýliðar Crystal Palace hafa keypt varnarmanninn Jack Hunt af Huddersfield og samið við hann til fjögurra ára.
* 2. sept. - Liverpool hefur fengið sóknarmanninn Victor Moses lánaðan frá Chelsea út þetta keppnistímabil.
* 2. sept. - Liverpool hefur bætt tveimur varnarmönnum í sinn hóp og keypt Mamadou Sakho, 23 ára Frakka, frá París SG fyrir 18 milljónir punda og Tiago Ilori, 20 ára Portúgala, frá Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir punda.
* 2. sept - WBA hefur fengið franska miðjumanninn Morgan Amalfitano lánaðan frá Marseille út þetta keppnistímabil. Hann er 28 ára og á einn landsleik að baki.
* 2. sept. - Stoke City hefur keypt austurríska kantmanninn Marko Arnautovic af Werder Bremen og samið við hann til fjögurra ára. Stoke seldi hinsvegar  belgíska miðjumanninn Florent Cuvelier til Sheffield United.

Helstu skipti síðustu daga áður en glugganum var lokað:

* 1. sept. - Manchester City hefur keypt argentínska varnarmanninn Martín Demichelis af Atlético Madrid fyrir 4,2 milljónir punda og samið við hann til tveggja ára, en hann kom til Atlético í sumar án greiðslu frá Málaga.
* 1. sept. - Framhaldssögunni löngu um Gareth Bale er loksins lokið því Real Madrid hefur gengið frá kaupum á honum frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda, sem er heimsmet. Hann semur til sex ára við spænska stórveldið.
* 1. sept. - Chelsea hefur gengið frá kaupum á Christian Atsu, sóknarmanni frá Gana, frá Porto fyrir 3,5 milljónir punda, og samið við hann til fimm ára. Jafnframt er búið að lána hann út þetta keppnistímabil til Vitesse í Hollandi.
* 1. sept. - Kantmaðurinn Jimmy Kebe frá Malí er kominn til nýliða Crystal Palace frá Reading, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Hann samdi við Palace til þriggja ára.
* 31. ágúst - Sunderland hefur fengið suður-kóreska miðjumanninn Ki Sung-Yeung lánaðan frá Swansea út þetta keppnistímabil. Hann er 12. leikmaðurinn sem Sunderland fær í sumar. Ki lék 38 leiki með Swansea síðasta vetur en hefur verið á bekknum það sem af er þessu tímabili.
* 30. ágúst - Þriðji leikmaðurinn bættist við hjá Tottenham áður en dagurinn var úti því félagið keypti líka danska sóknartengiliðinn Christian Eriksen af Ajax fyrir 11,5 milljónir punda.
* 30. ágúst - Tottenham fjárfesti í tveimur leikmönnum í dag þegar gengið var frá kaupum á argentínska framherjanum Erik Lamela frá Roma fyrir rúmar 25 milljónir punda og á rúmenska varnarmanninum Vlad Chiriches frá Steaua Búkarest fyrir 8,5 milljónir punda.
* 29. ágúst - Kamerúnski framherjinn Samuel Eto'o er búinn að semja við Chelsea en han nvar laus undan samningi hjá Anzhi Makhachkala í Rússlandi. Eto'o er 32 ára og á glæsilegan feril að baki með félagsliðum og landsliði.
* 29. ágúst - Franski miðjumaðurinn Mathieu Flamini er kominn aftur til Arsenal en hann var leystur undan samningi hjá AC Milan í sumar. Flamini lék áður með Arsenal frá 2004 til 2008.
* 28. ágúst - Chelsea er búið að ganga frá kaupum á brasilíska miðjumanninum Willian frá Anzhi Makhachkala í Rússlandi fyrir 30 milljónir punda. Hann og Fernandinho hjá Manchester City eru þá jafnir sem dýrustu leikmenn sumarsins á Englandi.


ARSENAL:

Mathieu Flamini frá AC Milan (Ítalíu)
Yaya Sanogo frá Auxerre (Frakklandi)
Emiliano Viviano frá Palermo (Ítalíu) (lán)
Mesut Özil frá Real Madrid (Spáni)

Chuks Aneke til Crewe (lán)
Andrei Arshavin til Zenit St. Pétursborg (Rússlandi)
Joel Campbell til Olympiacos (Grikklandi) (lán)
Marouane Chamakh til Crystal Palace
Reice Charles-Cook til Bury
Denilson til Sao Paulo (Brasilíu)
Francis Coquelin til Freiburg (Þýskalandi) (lán)
Johan Djourou til Hamburger SV (Þýskalandi) (lán)
Craig Eastmond til Colchester
Gervinho til Roma (Ítalíu)
Vito Mannone til Sunderland
Ignasi Miquel til Leicester (lán)
Jernade Meade til Swansea
Sebastien Squillaci til Bastia (Frakklandi)
Sanchez Watt til Colchester
Jordan Wynter til Bristol City


ASTON VILLA:

Leandro Bacuna frá Groningen (Hollandi)
Nicklas Helenius frá AaB (Danmörku)
Libor Kozak frá Lazio (Ítalíu
Antonio Luna frá Sevilla (Spáni)
Jores Okore frá Nordsjælland (Danmörku)
Jed Steer frá Norwich
Aleksandar Tonev frá Lech Poznan (Póllandi)

Barry Bannan til Crystal Palace
Darren Bent til Fulham (lán)
Graham Burke til Shrewsbury (lán)
Courtney Cameron til Torquay
Samir Carruthers til MK Dons (lán)
Nathan Delfouneso til Blackpool (lán)
Richard Dunne til QPR
Brett Holman til Al Nasr (Sameinuðu Furstadæmunum)
Stephen Ireland til Stoke (lán)
Eric Lichaj til Nottingham Forest
Andy Marshall til Millwall (lán)
Enda Stevens til Notts County (lán)


CARDIFF:

John Brayford frá Derby
Steve Caulker frá Tottenham
Andreas Cornelius frá FC Köbenhavn (Danmörku)
Gary Medel frá Sevilla (Spáni)
Simon Moore frá Brentford
Peter Odemwingie frá WBA

Elliot Parish til Bristol City
Heiðar Helguson, hættur
Ben Nugent til Brentford (lán)
Joe Ralls til Yeovil (lán)

CHELSEA:

Christian Atsu frá Porto (lánaður áfram til Vitesse, Hollandi)
Samuel Eto'o frá Anzhi (Rússlandi)
Marco van Ginkel frá Vitesse (Hollandi)
André Schürrle frá Leverkusen (Þýskalandi)
Mark Schwarzer frá Fulham
Willian frá Anzhi (Rússlandi)

Patrick Bamford til MK Dons (lán)
Billy Clifford til Yeovil (lán)
Adam Coombes til Notts County
Thibaut Courtois til Atlético Madrid (Spáni) (lán)
Cristian Cuevas til Vitesse (Hollandi) (lán)
Ulises Davila til Cordóba (Spáni) (lán)
Paulo Ferreira, hættur
Sam Hutchinson til Vitesse (lán)
Todd Kane til Blackburn (lán)
Milan Lalkovic til Walsall (lán)
Romelu Lukaku til Everton (lán)
Florent Malouda til Trabzonspor (Tyrklandi)
Victor Moses til Liverpool (lán)
Daniel Pappoe til Colchester (lán)
Oriel Romeu til Valencia (Spáni) (lán)
George Saville til Brentford (lán)
Ross Turnbull til Doncaster
Sam Walker til Colchester (lán)
Wallace til Inter Mílanó (Ítalíu) (lán)

Leystur undan samningi: Yossi Benayoun.

CRYSTAL PALACE:

Neil Alexander frá Rangers (Skotlandi)
Barry Bannan frá Aston Villa
Marouane Chamakh frá Arsenal
Stephen Dobbie frá Brighton
Dwight Gayle frá Peterborough
Elliot Grandin frá Blackpool
Jack Hunt frá Huddersfield
Jimmy Kebe  frá Reading
Florian Marange frá Bordeaux (Frakklandi)
Adrian Mariappa frá Reading
Kevin Phillips frá Blackpool
Jason Puncheon frá Southampton (lán)
Jerome Thomas frá WBA

Dale Banton til MK Dons (lán)
Alex Marrow til Blackburn
Andre Moritz til Bolton
Peter Ramage til Barnsley (lán)

EVERTON:

Antolín Alcaraz frá Wigan
Gareth Barry frá Manchester City (lán)
Gerard Deulofeu frá Barcelona (lán)
Arouna Koné frá Wigan
Romelu Lukaku frá Chelsea (lán)
James McCarthy frá Wigan
Joel Robles frá Atlético Madrid

Victor Anichebe til WBA
Jake Bidwell til Brentford
Marouane Fellaini til Manchester United
Jasper Johns til Sheffield United
Francisco Junior til Vitesse (Hollandi) (lán)
Conor McAleny til Brentford (lán)
Ján Mucha til Krilia Sovetov Samara (Rússlandi)
Phil Neville - hættur

Leystur undan samningi: Thomas Hitzlsperger.

FULHAM:

Fernando Amorebieta frá Athletic Bilbao (Spáni)
Darren Bent frá Aston Villa (lán)
Derek Boateng frá Dnipro (Úkraínu)
Scott Parker frá Tottenham
Ange-Freddy Plumain frá Lens (Frakklandi)
Maarten Stekelenburg frá Roma (Ítalíu)
Adel Taarabt frá QPR (lán)
Elsad Zverotic frá Young Boys (Sviss)

Dan Burn til Birmingham (lán)
Mark Schwarzer til Chelsea
Alex Smith til Swindon
Marcello Trotta til Brentford (lán)
Ryan Williams til Oxford (lán)
Cauley Woodroow til Southend (lán)

Leystir undan samningi: Chris Baird, Simon Davies, Mahamadou Diarra, Mladen Petric.

HULL CITY:

George Boyd frá Peterborough
Curtis Davies frá Birmingham
Ahmed Elmohamady frá Sunderland
Maynor Figueroa frá Wigan
Gedo frá Al Ahly (Egyptalandi) (lán)
Danny Graham frá Sunderland (lán)
Steve Harper frá Newcastle
Tom Huddlestone frá Tottenham
Jake Livermore frá Tottenham (lán)
Allan McGregor frá Besiktas (Tyrklandi)
Yannick Sagbo frá Evian (Frakklandi)

Sonny Bradley til Portsmouth
Tom Cairney til Blackburn (lán)
Andy Dawson til Scunthorpe
Jamie Devitt til Chesterfield
Danny East til Portsmouth
Danny Emerton til Northampton
Corry Evans t il Blackburn
Jack Hobbs til Nottingham Forest (lán)
Mark Oxley til Oldham (lán)
Cameron Stewart til Charlton (lán)
Conor Townsend til Carlisle (lán)

LIVERPOOL:

Luis Alberto frá Sevilla (Spáni)
Iago Aspas frá Celta Vigo (Spáni)
Aly Cissokho frá Valencia (Spáni) (lán)
Tigao Ilori frá Sporting Lissabon (Portúgal)
Simon Mignolet frá Sunderland
Victor Moses frá Chelsea (lán)
Mamadou Sakho frá París SG
Kolo Touré frá Manchester City

Oussama Assaidi til Stoke (lán)
Tyrell Belford til Swindon
Fabio Borini til Sunderland (lán)
Jamie Carragher - hættur
Andy Carroll til West Ham
Conor Coady til Sheffield United (lán)
Stewart Downing til West Ham
Henoc Mukendi til Partick Thistle (Skotlandi) (lán)
Michael Ngoo til Yeovil (lán)
Daniel Pacheco til Alcorcon (Spáni)
Jack Robinson til Blackpool (lán)
Jonjo Shelvey til Swansea
Jay Spearing til Bolton
Suso til Almería (Spáni) (lán)
Danny Wilson til Hearts (Skotlandi)

MANCHESTER CITY:

Martín Demichelis frá Atlético Madrid (Spáni)
Fernandinho frá Shakhtar Donetsk (Úkraínu)
Stevan Jovetic frá Fiorentina (Ítalíu)
Jesús Navas frá Sevilla (Spáni)
Alvaro Negredo frá Sevilla (Spáni)

Gareth Barry til Everton (lán)
Wayne Bridge til Reading
Harry Bunn til Sheffield United (lán)
Roque Santa Cruz til Málaga (Spáni)
Jeremy Helan til Sheffield Wednesday
Maicon til Roma (Ítalíu)
Ryan McGivern til Hibernian (Skotlandi)
Abdul Razak til Anzhi (Rússlandi) (lán)
Albert Rusnak til Oldham (lán)
Scott Sinclair til WBA (lán)
Denis Suárez til Barcelona
Carlos Tévez til Juventus (Ítalíu)
Kolo Touré til Liverpool
Reece Wabara til Doncaster (lán)

Leystur undan samningi: Filippo Mancini.

MANCHESTER UNITED:

Marouane Fellaini frá Everton
Guillermo Varela frá Penarol (Úrúgvæ)

Bébé til Pacos de Ferreira (Portúgal) (lán)
Reece Brown til Watford
John Cofie til Barnsley
Reece James til Carlisle (lán)
Sam Johnstone til Yeovil (lán)
Luke McCullough til Doncaster
Sean McGinty til Sheffield United
Nick Powell til Wigan (lán)
Paul Scholes - hættur
Ryan Tunnicliffe til Ipswich (lán)
Frederic Veseli til Ipswich
Scott Wootton til Leeds

NEWCASTLE:

Loic Rémy frá QPR (lán)

Mehdi Abeid til Panathinaikos (Grikklandi) (lán)
Adam Campbell til Carlisle (lán)
Shane Ferguson til Birmingham (lán)
Steve Harper til Hull City
JJ Hooper til Northampton
Brad Inman til Crewe
James Pearch til Wigan
Michael Richardson til Accrington (lán)
Danny Simpson til QPR
James Tavernier til Shrewsbury (lán)

NORWICH:

Johan Elmander frá Galatasaray (Tyrklandi) (lán)
Leroy Fer frá Twente (Hollandi)
Javier Garrido frá Lazio (Ítalíu)
Gary Hooper frá Celtic (Skotlandi)
Carlo Nash frá Stoke
Martin Olsson frá Blackburn
Nathan Redmond frá Birmingham
Ricky van Wolfswinkel frá Sporting Lissabon (Portúgal)

Tom Adeyemi til Birmingham
Jacob Butterfield til Middlesbrough
Lee Camp til WBA
George Francomb til Wimbledon
Grant Holt til Wigan
Simeon Jackson til Braunschweig (Þýskalandi)
Chris Martin til Derby
Declan Rudd til Preston (lán)
Korey Smith til Oldham
Jed Steer til Aston Villa
Andrew Surman til Bournemouth (lán)
Marc Tierney til Bolton
James Vaughan til Huddersfield
Elliott Ward til Bournemouth


SOUTHAMPTON:

Dejan Lovren frá Lyon (Frakklandi)
Pablo Osvaldo frá Roma (Ítalíu)
Victor Wanyama frá Celtic (Skotlandi)

Danny Butterfield til Carlisle
Richard Chaplow til Millwall
Steve de Ridder til Utrecht (Hollandi)
Ryan Dickson til Colchester
Sam Hoskins til Yeovil
Emmanuel Mayuka til Sochaux (Frakklandi) (lán)
Jason Puncheon til Crystal Palace (lán)
Ben Reeves til MK Dons
Frazer Richardson til Middlesbrough
Dan Seabourne til Yeovil

STOKE:

Juan Agudelo frá New England Revolution (Bandaríkjunum) (kemur 1.jan.)
Marko Arnautovic frá Werder Bremen (Þýskalandi)
Oussama Assaidi frá Liverpool (lán)
Stephen Ireland frá Aston Villa (lán)
Marc Muniesa frá Barcelona (Spáni)
Erik Pieters frá PSV Eindhoven (Hollandi)

Florent Cuvelier til Sheffield United
Rory Delap til Burton Albion
Michael Kightly til Burnley (lán)
Matthew Lund til Rochdale
Carlo Nash til Norwich
Michael Owen - hættur.
Ryan Shotton til Wigan (lán)
Mamady Sidibé til CSKA Sofia (Búlgaríu)
Matthew Upson til Brighton
Dean Whitehead til Middlesbrough


SUNDERLAND:

Jozy Altidore frá AZ Alkmaar (Hollandi)
Adilson Tavares Varela Cabral frá Basel (Sviss)
El Hadji Ba frá Le Havre (Frakklandi)
Fabio Borini frá Liverpool (lán)
Ondrej Celustka frá Trabzonspor (Tyrklandi) (lán)
Modibo Diakite frá Lazio (Ítalíu)
Andrea Dossena frá Napoli (Ítalíu)
Emanuele Giaccherini frá Juventus (Ítalíu)
David Moberg Karlsson frá IFK Gautaborg (Svíþjóð)
Vito Mannone frá Arsenal
Charis Mavrias frá Panathinaikos (Grikklandi)
Valentin Roberge frá Maritimo (Portúgal)
Ki Sung-Yeung frá Swansea (lán)
Duncan Watmore frá Altrincham

Ahmed Elmohamady til Hull City
Danny Graham til Hull City (lán)
Matt Kilgallon til Blackburn
Billy Knott til Wycombe (lán)
James McClean til Wigan
Simon Mignolet til Liverpool
Alfred N'Diaye til Eskisehirspor (Tyrklandi) (lán)
Ryan Noble til Burnley
Stéphane Sessegnon til WBA
Ben Wilson til Accrington Stanley

Leystur undan samningi: Titus Bramble.

SWANSEA:

Jordi Amat frá Espanyol (Spáni)
Wilfred Bony frá Vitesse (Hollandi)
José Canas frá Real Betis (Spáni)
Alex Gogic frá Panathinaikos (Grikklandi)
Jernade Meade frá Arsenal
Alejandro Pozuelo frá Real Betis (Spáni)
Jonjo Shelvey frá Liverpool
Álvaro Vázquez frá Getafe (Spáni) (lán)
Gregor Zabret frá Domzale (Slóveníu)

Kemy Agustien til Brighton
Kyle Bartley til Birmingham (lán)
David Cornell til St. Mirren (Skotlandi) (lán)
Gwion Edwards til St. Johnstone (Skotlandi) (lán)
Mark Gower til Charlton
Ki Sung-Yeung til Sunderland (lán)
Alan Tate til Yeovil (lán)

TOTTENHAM:

Benoit Assou-Ekotto til QPR (lán)
Étienne Capoue frá Toulouse (Frakklandi)
Tom Carroll til QPR (lán)
Nacer Chadli frá Twente (Hollandi)
Vlad Chiriches frá Steaua Búkarest (Rúmeníu)
Christian Eriksen frá Ajax (Hollandi)
Erik Lamela  frá Roma (Ítalíu)
Paulinho frá Corinthians (Brasilíu)
Roberto Soldado frá Valencia  (Spáni)

Gareth Bale til Real Madrid (Spáni)
Jack Barthram til Swindon
John Bostock til Antwerpen (Belgíu)
Nathan Byrne til Swindon
Steven Caulker til Cardiff
Clint Dempsey til Seattle Sounders (Bandaríkjunum)
Tomislav Gomelt til Antwerpen (lán)
Grant Hall til Swindon (lán)
Tom Huddlestone til Hull
Bongani Khumalo til Doncaster (lán)
Jake Livermore til Hull (lán)
Massimo Luongo til Swindon (lán)
Ryan Mason til Swindon (lán)
Scott Parker til Fulham
Alex Pritchard til Swindon (lán)
Adam Smith til Derby (lán)

Leystir undan samningi: David Bentley, William Gallas.

WEST BROMWICH:

Morgan Amalfitano frá Marseille (Frakklandi) (lán)
Nicolas Anelka frá Juventus (Ítalíu)
Victor Anichebe frá Everton
Lee Camp frá Norwich
Goran Popov frá Dynamo Kiev (Úkraínu) (lán)
Stéphane Sessegnon frá Sunderland
Scott Sinclair frá Manchester City (lán)
Matej Vydra frá Udinese (Ítalíu) (lán)

Scott Allan til Birmingham (lán)
Marc-Antoine Fortune til Wigan
James Hurst til Crawley Town
Gonzalo Jara til Nottingham Forest
Peter Odemwingie til WBA
Romaine Sawyers til Walsall
Jerome Thomas til Crystal Palace

WEST HAM:

Adrian frá Real Betis (Spáni)
Andy Carroll frá Liverpool
Stewart Downing frá Liverpool
Razvan Rat frá Shakhtar Donetsk (Úkraínu)
Danny Whitehead frá Stockport

Robert Hall til Bolton
Jake Larkins til Leyton Orient
Gary O'Neil til QPR

Leystur undan samningi: Carlton Cole.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert