Hollenskur varnarmaður fyrstu kaup Hughes

Erik Pieters á að baki 17 landsleiki fyrir Holland.
Erik Pieters á að baki 17 landsleiki fyrir Holland. Ljósmynd/Stoke City

Stoke hefur fest kaup á hollenska varnarmanninum Erik Pieters frá PSV Eindhoven fyrir 3 milljónir punda. Pieters er 24 ára gamall og á að baki 17 landsleiki fyrir Holland. Hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við Stoke.

Mark Hughes tók við Stoke í sumar og eru kaupin á Pieters þau fyrstu sem félagið gerir eftir að Hughes tók við af Tony Pulis.

„Þó Erik sé aðallega vinstri bakvörður þá hefur hann líka spilað sem miðvörður fyrir sitt landslið og gefur okkur því nokkra möguleika,“ sagði Hughes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert