Arsenal sagt vera að landa César

Júlio César er kominn í úrslitaleik Álfukeppninnar með Brasilíu.
Júlio César er kominn í úrslitaleik Álfukeppninnar með Brasilíu. AFP

Brasilíski markvörðurinn Júlio César þarf líklega ekki að flytja langt fyrir næstu leiktíð því samkvæmt frétt Daily Mail er Arsenal nærri því að ganga frá kaupum á kappanum frá QPR fyrir 2 milljónir punda, en bæði félögin eru staðsett í Lundúnum.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger er sagður vilja fá reynslumikinn markvörð til að berjast um sæti í liðinu við þá Lukasz Fabianski og Wojciech Szczesny.

Fulltrúar Césars og Arsenal hafa þegar rætt saman en ekki verður hægt að ganga frá málinu fyrr en César kemur heim úr Álfukeppninni. Þar spilar hann úrslitaleikinn með Brasilíu gegn Spáni annað kvöld kl. 22.

Í frétt Daily Mail segir að Arsenal hafi einnig velt fyrir sér Asmir Begovic, markverði Stoke, og Pepe Reina hjá Liverpool en þeir eru taldir kosta um 10 milljónir punda hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert