Newcastle fær tvo Frakka

Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur loksins fengið liðstyrk.
Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur loksins fengið liðstyrk. AFP

Newcastle United mun ganga frá samningum við enn eina frakkana á næstunni. Þeir Bafetimbi Gomis og Loic Remy munu ganga til liðs við frönsku nýlenduna í norðri frá Lyon og QPR.

Newcastle er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem ekki hefur enn styrkt sig fyrir komandi átök en nú er leitinni lokið með þessum samningum.

Gomis kostar félagið sjö milljónir punda og mun fá 45 þúsund pund á viku. Remy kemur á lánssamning frá QPR sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ef Remy stendur sig mun Newcastle geta keypt hann á sjö milljónir punda næsta sumar.

„Það er fjölmargir sem koma að þessum samningi og það hefur flækt hlutina töluvert. En við höfum samþykkt tilboðið og það verður vonandi gengið frá samningum á næstu klukkutímum,“ sagði Jean-Michel Aulas forsetu Lyon.

Newcastle hefur verið duglegt að versla Frakka í liðið sitt en tíu Frakkar eru á launaskrá félagsins.

Loic Remy að skora fyrir QPR framhjá Simon Mignolet. Hann …
Loic Remy að skora fyrir QPR framhjá Simon Mignolet. Hann er kominn til Newcastle eftir að hafa svikið liðið í janúarglugganum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert