Bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC, Sky Sports og ITV berjast nú um að fá Sir Alex Ferguson fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United til að vera einn af sérfræðingum sem fjalla um fótbolta í sjónvarpinu.
Að því er fram kemur í enska blaðinu Mail on Sunday í dag hafa sjónvarpsstöðvarnar þrjár falast eftir kröftum Skotans sem hætti störfum sem knattspyrnustjóri United í vor. BBC, ITV og Sky Sports vilja fá Ferguson til að vera einn af sérfræðingum sem fjalla um heimsmeistaramótið í Brasilíu næsta sumar.