Sjónvarpsstöðvarnar berjast um Ferguson

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. AFP

Bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC, Sky Sports og ITV berjast nú um að fá Sir Alex Ferguson fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United til að vera einn af sérfræðingum sem fjalla um fótbolta í sjónvarpinu.

Að því er fram kemur í enska blaðinu Mail on Sunday í dag hafa sjónvarpsstöðvarnar þrjár falast eftir kröftum Skotans sem hætti störfum sem knattspyrnustjóri United í vor. BBC, ITV og Sky Sports vilja fá Ferguson til að vera einn af sérfræðingum sem fjalla um heimsmeistaramótið í Brasilíu næsta sumar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert