Arteta: Áttum ekki skilið að tapa

Mikel Arteta í baráttu við Robert Lewandowski.
Mikel Arteta í baráttu við Robert Lewandowski. AFP

„Við gerðum það sem þurfti til að skora fyrir leikhléið. Við vorum svo með stjórn á leiknum en fengum á okkur skyndisókn og misstum stigið,“ sagði Mikel Arteta, miðjumaður Arsenal, eftir 2:1-tapið á heimavelli gegn Dortmund í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Robert Lewandowski skoraði sigurmark Dortmund skömmu fyrir leikslok úr vel útfærðri skyndisókn.

„Við misstum boltann við vítateiginn og þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum. Við héldum þeim mjög vel í skefjum en gáfum þeim þetta færi og þeir skoruðu,“ sagði Arteta. Arsenal, Dortmund og Napoli eru öll með 6 stig í riðlinum eftir þrjár umferðir af sex.

„Þetta verður erfitt. Þetta er erfiðasti riðillinn í Meistaradeildinni og við eigum enn möguleika á að komast áfram en við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Við spiluðum virkilega vel og vorum óheppnir að fá á okkur mark þegar mér fannst við vera að spila betur,“ sagði Arteta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert