Joey Barton er ekki þekktur fyrir að liggja á sínum skoðunum og hann varpaði fram enn einni sprengjunni í kjölfarið á 2:2 jafntefli Cardiff og Manchester United í dag.
Kim Bo-Kyung jafnaði metin fyrir Cardiff í uppbótartíma og var Barton fljótur að taka til máls á samskiptamiðlum.
„Þetta er án efa versta lið Man Utd í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ég held að miðjan hjá þeim hafi aldrei verið jafn léleg,“ sagði Barton á Twitter síðu sinni, og nefndi fjarveru Michael Carrick sérstaklega í því samhengi.
Barton lék lengi með grönnunum í Manchester City en leikur í dag með 1. deildarliði Queens Park Rangers.