Arsenal vann Cardiff, 3:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem Aaron Ramsey skoraði tvisvar Matthiu Flamini einu sinni. Þar með hefur Arsenal sjö stiga forustu á toppi deildarinnar.
Arsenal var eina toppliðið sem lék í dag og átti ekki í teljandi vandræðum með Cardiff City. Aaron Ramsey skoraði fyrsta markið með frábærum skalla og fagnaði lítið. Ramsey er alinn upp í borginni og vildi ekki fagna fyrir framan þá. Áhorfendur sýndu hins vegar að hann er ekki gleymdur og stóðu upp og klöppuðu. Fallegt atvik.
Matthiu Flamini tryggði stigin þrjú með góðu marki eftir að Mezut Özil hafði þrætt boltann til hans. Arsenal réð lögum og lofum í leiknum og það vantaði allan kraft í miðju Cardiff. Hvar finna þeir þann kraft. Á bekknum er einn íslenskur víkingur, Aron Einar Gunnarsson. Hann hefði geta hjálpað liði sínu í dag.
Gerard Deulofeu hélt sýningu fyrir stuðningsmenn Everton á Goodison Park. Sýndi oft snilldartilþrif og var maður leiksins. Spánverjinn ungi, sem er á láni frá Barcelona skoraði eitt og bjó til fjölmörg færi fyrir sína menn. Everton vann Stoke 4:0. West Ham vann Fulham 3:0 og nú spyrja sparkspekingar hvort Martin Jol verði stjóri Fulham á morgun. Háværar raddir eru að hann verði rekinn.
Gary Hooper tryggði Norwich stigin þrjú gegn Crystal Palace, Aston Villa og Sunderland skildu jöfn 0:0. Lokaleikur dagsins er viðureign Newcastle og WBA.
Úrslit dagsins:
Aston Villa - Sunderland 0:0
Cardiff - Arsenal 0:3
Aaron Ramsey (29., 90+2.) Matthiu Flamini (86.)
Everton - Stoke City 4:0
Gerard Deulofeu (43.) Seamus Coleman (49.) Bryan Oviedo (59.), Romelo Lukaku (76.)
Norwich - Crystal Palace 1:0
Gary Hooper (29.)
West Ham - Fulham 3:0
Mohamed Diame (48) Carlton Cole (81.) Joe Cole (87.)
16.55. Allt búið. Skemmtilegir leikir í dag. Takk fyrir að fylgjast með.
16.51. Cardiff - Arsenal 0:3
MARK Aaron Ramsey skorar eftir að hafa tekið léttan þríhyrning við Walcott. Þetta var fallegt mark og aftur fagnaði Ramsey lítið.
16.46. West Ham - Fulham 3:0
MARK. Cole bræðurnir í West Ham, Joe og Carlton, eru greinilega í stuði. Nú var það Joe Cole sem kom boltanum í netið.
16.45. Cardiff - Arsenal 0:2
MARK. Mezut Özil heldur áfram að búa til mörk. Nú var það fyrir frakkann Flamini. Þjóðverjinn þræddi boltan í gegnum vörn Cardiff þar sem Flamini þrumaði honum í þaknetið.
16.40 West Ham - Fulham 2:0
MARK. Gamla brýnið Carlton Cole var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann var búinn að skora.
16.36. Everton - Stoke City 4:0
MARK. Romleo Lukaku er kominn á blað. Búinn að vera frekar rólegur í leiknum hingað til en það skiptir engu. Það eru mörkin sem telja.
16.26. Aston Villa - Sunderland 0:0
Fabio Borini á skalla í slánna eftir frábæra fyrirgjöf frá Emanuele Giaccherini.
16.25. Cardiff - Arsenal 0:1
Peter Odemwingie kemur inná í lið Cardiff í stað Campell. Aron Einar bíður enn á bekknum.
16. 18 Everton - Stoke City 3:0
MARK Bryan Oviedo skorar fyrir Everton. Þeir bláklæddu eru í banastuði í dag.
16.15. Verður Martin Jol ennþá stjóri Fulham á morgun. Stórt er spurt. Fulham hefur ekki spilað vel í dag.
16.06 Everton - Stoke City 2:0
MARK. Seamus Coleman skorar eftir undirbúning frá Deulofeu.
16.03. West Ham - Fulham 1:0
MARK. Mohamed Diame skorar fyrir Hamrana.
16.00 Þá er þetta komið aftur af stað.
15.47. Hálfleikur. Þrjú mörk kominn - vonandi verða þau fleiri.
15.45. Everton - Stoke City 1:0
MARK. Gerard Deulofeu er búinn að skora fyrir Everton. Búinn að vera frábær í dag.
15.42. Arsenal nær sjö stiga forustu ef þeir vinna Cardiff.
15.30: Norwich - Crystal Palace 1:0
MARK. Gary Hooper potar boltanum yfir línuna eftir góða sókn.
15.29. Cardiff - Arsenal 0:1
MARK og hver annar en Aaron Ramsey. Uppalinn hjá Cardiff enda fagnaði hann lítið þó markið hafi verið fallegt.
15.25. Everton - Stoke City 0:0
Begovic að verja vel í marki Stoke. Everton menn óheppnir að vera ekki komnir yfir.
15. 20. West Ham - Fulham 0:0
James Collins, leikmaður West Ham, átti skalla framhjá eftir horn Stewart Downing
15.19. Jæja. Fáum við ekki að fá eins og eitt mark í leiki dagsins.
15.16. Everton - Stoke City 0:0
Gerard Deulofeu hefur verið frábær í liði Everton gegn Stoke. Gestirnir hafa ekki enn ógnað marki þeirra bláu.
15.15. Cardiff - Arsenal 0:0
Oliver Giroud með frábært færi en hann gerði sér ekki grein fyrir því að hann var ekki rangstæður. Klaufi þarna fransmaðurinn. Ákaflega klaufalegt. Beið eftir varnarmanninum. Mjög sérkennilegt.
15.11. West Ham - Fulham 0:0
Modibo Maiga með skalla í stöng fyrir West Ham eftir aukaspyrnu Kevin Noble.
15.09. Cardiff - Arsenal 0:0
Cardiff menn nálægt því að skora. Frazier Campell átti góðan skalla. Vantaði Merteseacker í vörnina sem er að koma aftur inná.
15.07. Cardiff - Arsenal 0:0
Mertesacker steinlá eftir samstuð við Sagna. Skallaði sinn eigin mann og virtist rotast. Ljótt að sjá. Leikurinn í Wales er stopp meðan gert er að þjóðverjanum.
15.01. Cardiff - Arsenal 0:0
Já. Arsenal byrjar með látum. Jack Wilshere þrumar í þverslánna. Hann skoraði tvö mörk í vikunni. Greinilega í stuði.
15.00. Leikirnir eru komnir af stað.
14.57. Olivier Giroud, framherji Arsenal, hefur aðeins skorað eitt mark í ensku deildinni utan Lundúna.
14:50. Tíu mínútur í að leikirnir fari að byrja. Leiðinlegt að Aron Einar byrji á bekknum. Hann kemur vonandi inná.
Leikir dagsins:
Aston Villa - Sunderland
Byrjunarlið Aston Villa: Guzan; Bacuna, Vlaar, Clark, Luna; Delph, Westwood, El Ahmadi; Agbonlahor, Benteke, Weimann.
Byrjunarlið Sunderland: Mannone; Bardsley, Dossena, Brown, O'Shea; Ki, Gardner, Larsson; Borini, Giaccherini, Fletcher.
15:00 Cardiff - Arsenal
Byrjunarlið Cardiff: Marshall; Taylor, Caulker, Turner, Theopile-Catherine; Medel, Kim, Whittingham, Mutch, Cowie; Campbell.
Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Gibbs, Arteta, Wilshere, Ramsey, Ozil, Cazorla, Giroud
15:00 Everton - Stoke City
Byrjunarlið Everton: Howard; Jagielka, Oviedo, Distin, Coleman; Deulofeu, McCarthy, Barry; Osman, Pienaar, Lukaku.
Byrjunarlið Stoke: Begovic; Cameron, Shawcross, Muniesa, Pieters; Walters, Whelan, Nzonzi, Adam, Assaidi; Crouch.
15:00 Norwich - Crystal Palace
Byrjunarlið Norwich: Ruddy; Martin, R Bennett, Bassong, Olsson; Fer, Howson, Redmond; Hoolahan, Elmander, Hooper.
Byrjunarlið Crystal Palace: Speroni; Ward, Gabbidon, Delaney, Moxey; Jedinak, Dikgacoi, Bannan, Puncheon; Chamakh, Jerome.
15:00 West Ham - Fulham
Byrjunarlið West Ham: Jääskelainen; Demel, Tomkins, Collins, McCartney; Jarvis, Diame, Noble, Downing; Nolan; Maiga.
Byrjunarlið Fulham: Stekelenburg; Zverotic, Hughes, Amorebieta, Richardson; Duff, Sidwell, Parker, Kasami; Taarabt; Bent.
17:30 Newcastle United - West Brom