Fimm sjálfsmörk engin tilviljun

Þreyttur á sjálfsmörkum.
Þreyttur á sjálfsmörkum. AFP

John O'Shea, miðvörður Sunderland, tryggði Tottenham sigur á sínu liði, 2:1, með sjálfsmarki í seinni hálfleik þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Þetta er hvorki meira né minna en fimmta sjálfsmarkið sem Sunderland fær á sig á tímabilinu og hafa þau öll verið skoruð á síðustu tveimur mánuðum eftir að Gus Poyet tók við liðinu. Stjórinn er vægast sagt orðinn þreyttur á sjálfsmörkunum.

„Eitt, tvö eða þrjú myndi kannski teljast óheppni en fimm? Það er of mikið. Ég trúi á tilviljanir en fimm er engin tilviljun. Við erum að gera eitthvað rangt,“ sagði Gus Poyet. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert