„Mikil reiði og vonbrigði“

Stuðningsmenn United eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. …
Stuðningsmenn United eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hér er viðbrögð tveggja eftir tapið gegn Swansea. AFP

Darren Flechter miðjumaður í liði Manchester United sagði eftir ósigurinn gegn Swansea í bikarkeppninni í dag að úrslitin hafi verið mikil vonbrigði en velska liðið fagnaði sigri á Old Trafford í fyrsta skipti.

„Það er mikil vonbrigði inni í klefa. Þetta var mikið áfall enda úrslitin afar slæm. Það er mikil reiði, leikmenn eru særðir og okkur finnst við hafa tekið bæði knattspyrnustjórann og stuðningsmenn félagsins niður með þessum úrslitum,“ sagði Fletcher eftir leikinn en liðin eigast við aftur á sama stað í deildinni á laugardaginn.

„Mér fannst við vera sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og það voru kaflar sem við hefðum átt að gera út um leikinn eða allavega ná forystu í leiknum. Okkur tókst það hins vegar ekki og rauða spjaldið gaf þeim byr undir báða vængi,“ sagði Fletcher.

Manchester United sækir Sunderland heim í fyrri undanúrslitaleik liðanna í ensku deildabikarkeppninni en það eina keppnin sem United á raunhæfa möguleika á að vinna á þessu tímabili.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert