Fimm nýliðar í hópnum gegn Svíum

Rúnar Alex og Sverrir Ingi eru báðir nýliðar í hópnum.
Rúnar Alex og Sverrir Ingi eru báðir nýliðar í hópnum. mbl.is/Golli

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Svíþjóð í vináttuleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 21. janúar.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða þannig að hópurinn er einungis skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndum og hér heima.

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður KR, Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður Sarpsborg og nýjustu leikmenn Viking í Stafangri, Björn Daníel Sverrisson og Sverrir Ingi Ingason, eru nýliðar í hópnum.

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
Rúnar Alex Rúnarsson, KR

Varnarmenn:

Indriði Sigurðsson, Viking
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ari Freyr Skúlason, OB
Hallgrímur Jónasson, SönderjyskE
Kristinn Jónsson, Brommapojkarna
Jóhann Laxdal, Stjörnunni
Sverrir Ingi Ingason, Viking

Miðjumenn:

Theodór Elmar Bjarnason, Randers
Guðmundur Kristjánsson, Start
Steinþór Freyr Þorsteinsson, Viking
Haukur Páll Sigurðsson, Val
Jón Daði Böðvarsson, Viking
Björn Daníel Sverrisson, Viking
Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg

Sóknarmenn:

Arnór Smárason, Helsingborg
Matthías Vilhjálmsson, Start
Guðjón Baldvinsson, Halmstad
Kristján Gauti Emilsson, FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert