Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham og Everton unnu bæði sína leiki á heimavelli og komust upp fyrir Liverpool í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.
Tottenham mætti Crystal Palace. Palace fékk upplagt færi á að komast yfir snemma leiks en Jason Puncheon klúðraði þá vítaspyrnu með hreint ömurlegu skoti. Markalaust var í hálfleik en mörk frá Christian Eriksen og Jermain Defoe tryggði 2:0 sigur. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Tottenham í dag.
Everton vann sömuleiðis 2:0 þegar Norwich kom í heimsókn. Gareth Barry kom heimamönnum yfir með frábæru marki í fyrri hálfleik áður en Kevin Mirrallas gulltryggði sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik.
Adam Johnson átti frábæran leik þegar Sunderland skellti Fulham á útivelli, 4:1, og komst um leið af botni deildarinnar. Johnson skoraði þrennu auk þess sem hann lagði upp fjórða markið. Með sigrinum jafnaði Sunderland Palace að stigum í næst neðsta sætinu.
Aron Einar Gunnarsson var svo ónotaður varamaður í liði Cardiff sem tapaði fyrir West Ham á heimavelli, 2:0, en úrslit dagsins má sjá hér að neðan.
Leikirnir klukkan 15:
Cardiff - West Ham 0:2 LEIK LOKIÐ
(Cole 42., Noble 90.+3)
Everton - Norwich 2:0 LEIK LOKIÐ
(Barry 23., Mirrallas 59.)
Fulham - Sunderland 1:4 LEIK LOKIÐ
(Sidwell 52. - Johnson 29., 70., 86., Ki 41.)
Southampton - West Brom 1:0 LEIK LOKIÐ
(Lallana 66.)
Tottenham - Crystal Palace 2:0 LEIK LOKIÐ
(Eriksen 50., Tottenham 73.)
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is
16:59 Öllum leikjunum er lokið
16:58 Mark í Cardiff! Einum færri gulltryggir West Ham sér sigurinn. Markið skoraði Mark Noble á þriðju mínútu uppbótartíma. Stoðsendinguna átti Andy nokkur Carroll sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik á tímabilinu.
16:50. Leikjunum er að ljúka einum af öðrum. Í Cardiff reyna heimamenn hvað þeir geta til þess að jafna metin, en James Tomkins fékk rautt spjald í liði West Ham á 70. mínútu.
16:42 Mark á Craven Cottage. Þvílíkur leikur hjá Adam Johnson í liði Sunderland. Hann var að skora sitt þriðja mark á 86. mínútu, en auk þess hefur hann lagt upp eitt.
16:30 Mark á White Hart Lane! Tottenham skora annað mark sitt og þar er að verki Jermain Defoe úr teignum eftir að hafa sýnt mikla seiglu. Hann er sem kunnugt er á förum frá Tottenham í lok febrúarmánaðar.
Á sama tíma skorar Sunderland sitt þriðja mark gegn Fulham og var þar að verki Adam Johnson með annað mark sitt í dag.
16:23 Mark á Saint Mary's! Heimamenn í Southampton eru komnir yfir gegn West Brom. Markið skoraði fyrirliðinn Adam Lallana á 66. mínútu eftir sendingu frá Gastón Ramírez.
16:19 Mark á Goodison Park! Everton tvöfaldar forskotið gegn Norwich. Annað markið skoraði Kevin Mirrallas beint úr aukaspyrnu. Allir héldu að Leighton Baines mundi taka spyrnuna en Mirrallas tók hana og boltinn söng í netinu.
16:10 Mark á Craven Cottage! Fulham minnkar muninn gegn Sunderland, staðan þar er 2:1. Steve Sidwell skoraði markið á 52. mínútu.
16:08 Mark á White Hart Lane! Tottenham kemst yfir gegn Palace. Markið skoraði Christian Eriksen á 50. mínútu með hörkuskoti eftir að Adebayor skallaði boltann áfram til hans.
16:04 Síðari hálfleikur er hafinn.
15:49 Hálfleikur.
15:43 Mark í Cardiff! Eftir að mark hafði verið dæmt af Cardiff rétt áðan komast gestirnir í West Ham yfir. Markið skoraði Carlton Cole eftir sendingu frá Matt Jarvis.
15:42 Mark á Craven Cottage! Sunderland er komið í 2:0 gegn Fulham. Annað markið skoraði Sung-Yueng Ki á 41. mínútu eftir aukaspyrnu Adam Johnson.
15:38 Fraizer Campbell kom boltanum í netið hjá West Ham en markið var dæmt af. Adrian virtist vera kominn með boltann í hendurnar í marki West Ham og því brot dæmt á Campbell.
15:34 Tottenham nærri komnir yfir gegn Palace. Þrumuskot Nabil Bentaleb af löngu færi fór í stöngina.
15:31 Mark á Craven Cottage! Gestirnir frá Sunderland eru komnir yfir gegn Fulham. Markið skoraði Adam Johnson beint úr aukaspyrnu á 29. mínútu.
15:24 Mark á Goodison Park! Heimamenn í Everton eru komnir yfir gegn Norwich, 1:0. Markið skoraði Gareth Barry með þrumuskoti af 20 metra færi.
15:15 Enn bíðum við eftir fyrsta markinu en eitthvað er um færi. Hjá Fulham átti Dimitar Berbatov skalla úr upplögðu færi framhjá marki Sunderland og Romelu Lukaku hjá Everton átti skot rétt framhjá marki Norwich.
15:07 Dembele tekur Chamakh niður í teignum hjá Tottenham og Palace fær víti. Jason Puncheon fór á punktinn en hann skaut langt, langt framhjá. Þetta er eitt versta víti sem sést hefur í langan tíma!
15:01 Leikirnir eru komnir af stað.
14:10 Byrjunarliðin í leikjunum eru klár og þau má sjá hér að neðan
Cardiff: Marshall; Theophile-Catherine, Hudson, Caulker, John; Whittingham, Medel, Kim, Noone; Campbell, Odemwingie
West Ham: Adrian, Tomkins, Jarvis, Rat, Collison, Taylor, Noble, Demel, Downing, C.Cole, Johnson.
-----
Everton: Howard, Coleman, Baines, Jagielka, Stones, Barry, McCarthy, Mirallas, Pienaar, Osman, Lukaku
Norwich: Ruddy; Whittaker, R Bennett, Bassong, Olsson; Snodgrass, Fer, Johnson, Garrido; Hooper, van Wolfswinkel.
-----
Fulham: Stockdale; Riether, Senderos, Amorebieta, Riise; Duff, Parker, Sidwell, Dempsey; Taarabt; Berbatov.
Sunderland: Mannone; Bardsley, O'Shea, Brown, Alonso; Cattermole; Johnson, Colback, Ki, Borini; Fletcher.
-----
Southampton: Boruc, Clyne, Fonte, Lovren, Shaw, Cork, Schneiderlin, S. Davis, Lallana, Rodriguez, Lambert.
West Brom: Foster, Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell, Amalfitano, Morrison, Mulumbu, Brunt, Anelka, Long.
-----
Tottenham: Lloris; Walker, Chiriches, Dawson, Rose; Lennon, Bentaleb, Dembele, Eriksen; Adebayor, Soldado.
Crystal Palace: Speroni, Mariappa, Gabbidon, Delaney, Parr, Bolasie, Ward, Jedinak, Puncheon, Jerome, Chamakh.