Enski boltinn: Arsenal heldur toppsætinu

Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arsenal vann Fulham 2:0 og heldur toppsætinu í deildinni. Manchester City vann Cardiff 4:1 og eltir Arsenal eins og skugginn.

Santi Cazorla skoraði bæði mörk Arsenal með nokkurra mínútna millibili þegar liðið vann Fulham 2:0. Fyrra mark Spánverjans var augnayndi með hægri fæti en það síðara var með þeim vinstri.

Manchester City vann Cardiff 4:2. Edin Dzeko, Jesús Navas, Yaya Touré og Sergio Aguerro skoruðu mörk City en Craig Noone  náði að jafna leikinn í 1:1 eftir fína sendingu frá Aroni Einari Gunnarssyni.  DJ Campell skoraði svo undir lokin.

Crystal Palace fór af botninum með sigri á Stoke 1:0. Jason Puncheon var hetja heimamanna. Palace fór í 20 stig með sigrinum. West Ham, Cardiff og Sunderland eru nú í þremur neðstu sætunum.

Það voru franskir dagar að vanda hjá Newcastle sem vann West Ham 3:1 á útivelli. Yohan Cabaye skoraði tvö mörk og Loic Rémy eitt fyrir svarthvíta Newcastle menn.

Staðan: Arsenal 51, Man.City 50, Chelsea 46, Liverpool 42, Everton 41, Tottenham 40, Man.Utd 37, Newcastle 36, Southampton 30, Norwich 23, Hull 23, Aston Villa 23, Stoke 22, Swansea 21, WBA 21,  Crystal Palace 20, Fulham 19, West Ham 18, Cardiff 18, Sunderland 17,

Staðan í leikjunum:

Arsenal - Fulham 2:0
Santi Cazorla 56., 62. 

Crystal Palace - Stoke 1:0
Jason Puncheon 54.

Manchester City - Cardiff 4:2
Edin Dzeko 13. Jesús Navas 33. Yaya Touré 77. Sergio Aguerri 79. -- Craig Noone 29. DJ Campell 92.

Norwich - Hull 1:0
Ryan Bennett 89.

West Ham - Newcastle 1:3
Carlton Cole 45. -- Yohan Cabaye 16., 90, Loic Rémy 32.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

16.54. Þetta er búið. Takk fyrir að fylgjast með. Skemmtilegum laugardegi að ljúka. Næst er það Liverpool - Aston Villa. 

16.53. Mark á Upton Park. Yohan Cabaye skoraði þriðja mark Newcastle úr aukaspyrnu. 

16.50 MARK á Etihad, 4:2. DJ Campell minnkar muninn eftir hornspyrnu. Hornspyrnan fór yfir allan pakkan þar sem Campell var aleinn og yfirgefinn. Gat ekki annað en skorað. 

16.48. Mark í Norwich 1:0.  Ryan Bennett skorar fyrir heimamenn. 

16.41. Þetta City lið er ótrúlega sterkt á heimavelli. Skora nánast að vild þar á bæ. Það má bóka þrjú stig á heimamenn á Etihad.

16.37 MARK á Etihad, 4:1 City eru að slátra Cardiff. Sergio Aguerro fékk langa sendingu frá Touré og fór ílla með varnarmann Cardiff sem snérist í fjölmarga hringi í vítateignum. Síðan þrumaði Aguerro boltanum í netið. Einfalt og fallegt.

16.34. MARK á Etihad, 3:1 Þetta var magnað mark hjá Yaya Touré. Vann boltann á sínum eigin vallarhelming og hljóp upp allan völlinn, tók léttan þríhyrning við Jesús Navas og skoraði með góðu skoti. 

16.31. Frábær markvarsla hjá Hollendingnum Stekelenburg í marki Fulham. Varði skot Lukas Podolski í stöngina. 

16.25. Vá þvílíkar mótttökur sem Craig Bellamy fékk. Það stóðu allir upp á Etihad vellinum. Bellamy var að koma inná í lið Cardiff og menn hafa ekki gleymt honum hjá City. Fékk nokkur "High five" frá fyrrum félögum sínum.

16.18. Mark á Emirates, 2:0. Aftur er það Santi Cazorla. Nú með vinstri fæti í sama horn. Maður sér ekki að Fulham komi til baka eftir þetta. 

16.13. Mark á Emirates, 1:0. Santi Cazorla skorar frábært mark. Arsenal sundurspilaði vörn Fulham með þríhyrningaspili. Frábært mark.

16.12. Jæja, þarna kom Andy Carroll aftur. Hann er aftur farinn að hita upp. Hann hefur kannski bara þurft að tefla við páfann. Hann virðist allavega ekki vera meiddur. Það eru góðar fréttir fyrir West Ham.

16.06. Mark á Shelhurst Park, 1:0. Jason Puncheon hefur skorað fyrir Crystal Palace. 

16.05. Andy Carroll virðist hafa meitt sig í upphitun. Hann byrjaði á bekknum fyrir West Ham. Óheppnin virðist elta piltinn. 

16.01. Þá er síðari hálfleikur kominn af stað. 

15.55. Þá tekur maður við keflinu af Víði. Skiptingin gekk vel og menn klárir að bæta við fleiri mörkum. Þrír markalausir leikir. Það gengur ekki. Vonum að menn hafi farið í markaskóna í hálfleik.

15.49 - Hálfleikur í leikjunum fimm og mbl.is gerir breytingu á sínu liði í hálfleik. Víðir Sigurðsson þakkar fyrir fyrri hálfleikinn og Benedikt Bóas tekur við!

15.48 - MARK á Upton Park, 1:2. Carlton Cole er nýbúinn að semja aftur við West Ham og þakkar fyrir sig með því að minnka muninn gegn Newcastle í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

15.34 - MARK á Etihad, 2:1. Leikmenn City voru ekki lengi að svara fyrir sig. Jesús Navas fær boltann frá Edin Dzeko og skorar.

15.30 - MARK á Etihad, 1:1. Stórtíðindi úr Manchester. Það er enginn annar en Aron Einar Gunnarsson sem leggur upp óvænt jöfnunarmark fyrir Cardiff. Craig Noone jafnar metin á 29. mínútu. Fær boltann frá Aroni, leikur á Vincent Kompany og skorar fallegt mark. Aron skoraði í fyrri leik liðanna og kann greinilega vel við sig gegn City!

15.18 - Var mark City gegn Cardiff ólöglegt? David Silva virðist hafa handleikið boltann áður en hann gaf á Edin Dzeko.

15.18 - Álvaro Negredo fær gula spjaldið fyrir gróft brot á Aroni Einari Gunnarssyni. Akureyringurinn liggur eftir en rís á fætur og heldur áfram.

15.16 - MARK á Upton Park, 0:1. West Ham er í basli og ekki batnar það þegar Yohan Cabaye kemur Newcastle yfir á 16. mínútu.

15.14 - MARK á Etihad, 1:0. Manchester City er komið yfir eftir stórsókn gegn Cardiff frá fyrstu mínútu. Edin Dzeko skorar á 13. mínútu eftir sendingu frá David Silva. Þetta er 100. mark City í öllum mótum á þessu tímabili. Ekkert lið hefur náð þeim markafjölda svona snemma á tímabilinu frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

15.04 - Manchester City byrjar með látum gegn Cardiff og vill fá vítaspyrnu á 2. mínútu þegar Edin Dzeko fellur í vítateignum. Ekkert dæmt. Nikica Jelavic, króatíski framherjinn, byrjar líka af krafti með Hull, í sínum fyrsta leik. Skýtur í stöngina á marki Norwich á 3. mínútu! Hann ætlar sér á HM....

15.00 - Leikirnir fimm eru hafnir.

Liðin eru þannig skipuð:

Arsenal: Szczesny - Sagna, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Flamini, Wilshere, Cazorla, Gnabry, Ozil, Giroud.
Varamenn: Fabianski, Jenkinson, Gibbs, Rosicky, Podolski, Oxlade-Chamberlain, Ju-Young Park.
Fulham: Stekelenburg - Riether, Burn, Hangeland, Richardson; Dejagah, Sidwell, Parker, Kacaniklic; Dempsey, Berbatov.

Crystal Palace: Speroni - Mariappa, Gabbidon, Delaney, Parr, Bolasie, Ward, Jedinak, Puncheon, Guedioura, Chamakh.
Stoke: Butland - Cameron, Shawcross, Wilson, Pieters, Whelan, Nzonzi, Adam, Walters, Assaidi, Crouch.

Man.City: Hart - Zabaleta, Kompany, Demichelis, Kolarov, Navas, Touré, García, Silva, Negredo, Dzeko.
Varamenn: Pantilimon, Lescott, Nastasic, Clichy, Fernandinho, Milner, Agüero
Cardiff: Marshall - McNaughton, Caulker (C), Turner, Theophile-Catherine; Whittingham, Medel, Aron, Mutch, Noone; Campbell.
Varamenn: Lewis; Hudson, Odemwingie, Kim, Eikrem, Bellamy, John.

Norwich: Ruddy - Martin, R Bennett, Bassong, Olsson; Snodgrass, Fer, Johnson, Gutierrez; van Wolfswinkel, Hooper.
Hull: McGregor - Rosenior, Bruce, Chester, Davies, Huddlestone, Koren, Livermore, Jelavic, Sagbo, Elmohamady

West Ham: Adrian - Jarvis, Rat, Collison, Taylor, Noble (c), Collins, Diame, Downing, C.Cole, Johnson.
Newcastle: Krul; Santon, Williamson, S.Taylor, Yanga-Mbiwa; Tiote, Anita, Cabaye; Sissoko, Remy, Gouffran

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert