Mata mætir á þyrlu til Manchester

Mata verður kominn í rautt áður en dagurinn er úti …
Mata verður kominn í rautt áður en dagurinn er úti virðist vera. AFP

Juan Mata verður flogið frá London á æfingasvæði Manchester United nú fyrir hádegi á þyrlu þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og í kjölfarið skrifa undir samning við Englandsmeistarana.

Þetta kemur fram á knattspyrnuvefsíðunni Goal.com en þar segir að læknalið sé nú þegar mætt á svæðið og bíður eftir Mata. Vanalega fara læknisskoðanir United fram á Bridgewater-sjúkrahúsinu en ekki að þessu sinni.

Chelsea tók 37 milljóna punda tilboði Manchester United í Spánverjann í gærkvöldi og virðist fátt geta komið í veg fyrir að Mata gangi í raðir meistaranna í dag.

Stuðningsmenn Manchester United þurfa svo sannarlega á upplyftingu að halda en fyrir utan að vera í 7. sæti úrvalsdeildarinnar og úr leik í bikarnum tapaði liðið fyrir Sunderland í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum deildabikarsins í gærkvöldi.

Gangi kaupin í gegn verður Mata dýrasti leikmaðurinn í sögu Manchester United.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert