Arnar Már aftur í Stjörnuna

Arnar Már Björgvinsson er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan …
Arnar Már Björgvinsson er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. mbl.is/Ómar

Knattspyrnumaðurinn Arnar Már Björgvinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna en hann kemur til liðsins frá Breiðablik.

Arnar Már var áður í herbúðum Garðbæinga og spilaði á sínum tíma 30 leiki og skoraði tólf mörk. Hann fór yfir til Breiðabliks fyrir þremur árum þar sem hann hefur leikið 39 leiki og skorað fimm mörk.

„Arnar mun án efa styrkja lið Stjörnunnar með hraða sínum og áræðni. Félagið býður Arnar velkominn heim og væntir mikils af honum,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert