Stoke lagði Man Utd – Cardiff af botninum

Fimm leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar ber helst að nefna að Stoke lagði Englandsmeistara Manchester United á heimavelli sínum, 2:1. Þetta var fyrsti sigur Stoke á United frá árinu 1984.

Stuðningsmenn United voru bjartsýnir fyrir leikinn því í fremstu víglínu voru í fyrsta sinn saman þeir Wayne Rooney, Robin van Persie og Juan Mata. Stoke komst hins vegar yfir í fyrri hálfleik þegar aukaspyrna Charlie Adam fór af Michael Carrick og þaðan í netið.

United byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og van Persie jafnaði leikinn eftir sendingu frá Mata. Það var hins vegar gullfallegt mark Charlie Adam á 51. mínútu sem tryggði Stoke sigurinn. United sótti látlaust í lokin en allt kom fyrir ekki og liðið situr enn í sjöunda sæti deildarinnar.

Cardiff komst af botninum eftir sigur á Norwich með tveimur mörkum á tveimur mínútum, lokatölur 2:1. Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk Cardiff í dag. Það gerði Gylfi Þór Sigurðsson líka þegar Tottenham gerði jafntefli við Hull, 1:1. Everton komst upp fyrir Lundúnaliðið með sigri á Aston Villa, 2:1, og situr nú í fimmta sæti deildarinnar, einu stigi á eftir grönnum sínum í Liverpool.

Southampton sendi svo Fulham niður í botnsæti deildarinnar með öruggum sigri, en öll úrslit má sjá hér að neðan auk þess sem fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leikirnir klukkan 15:
Cardiff – Norwich 2:1 LEIK LOKIÐ
(Bellamy 49., Jones 50. - Snodgrass 5.)
Stoke – Man Utd 2:1 LEIK LOKIÐ
(Carrick sjálfsm. 38., Adam 51. - van Persie 47.)
Hull – Tottenham 1:1 LEIK LOKIÐ
(Long 12. - Paulinho 61.)
Fulham – Southampton 0:3 LEIK LOKIÐ
(Lallana 64., Lambert 70., Rodriguez 75.)
Everton – Aston Villa 2:1 LEIK LOKIÐ
(Naismith 74., Mirrallas 85. - Bacuna 34.) 

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

16:58 Öllum leikjunum er lokið.

16:50 Nú er leikjunum að ljúka einum af öðrum. Á Old Trafford eru sjö mínútur í uppbótartíma þar sem leikmenn Man Utd reyna hvað þeir geta að jafna metin. Wayne Rooney átti nú aukaspyrnu sem Asmir Begovic varði frábærlega í stöngina áður en Tom Cleverley þrumaði yfir markið.

16:41 MARK á Goodison Park. Everton hefur sannarlega snúið dæminu sér í vil og er komið yfir gegn Aston Villa, 2:1. Kevin Mirrallas skoraði markið sem var gullfallegt af löngu færi.

16:32 MARK á Craven Cottage. Southampton er sannarlega komið í stuð og Jay Rodriguez var að bæta við þriðja markinu. Þetta var skyndisókn eins og þær gerast bestar, Rickie Lambert sendi boltann inn fyrir vörnina og þar var Rodriguez einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti.

16:30 MARK á Goodison Park. Everton er búið að jafna metin gegn Aston Villa. Markið skoraði Steven Naismith einungis fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Staðan 1:1.

16:28 MARK á Craven Cottage. Mark fyrirliðans hefur sannarlega kveikt í leikmönnum Southampton því Rickie Lambert var að koma þeim í 2:0 gegn Fulham, einungis sex mínútum eftir fyrra markið.

16:22 MARK á Craven Cottage. Jæja þá er komið mark í öllum leikjum dagsins. Southampton var að komast yfir gegn Fulham en markið skoraði fyrirliðinn Adam Lallana.

16:19 MARK í Hull. Tottenham er búið að jafna metin gegn Hull, staðan þar 1:1. Markið skoraði Paulinho eftir að Danny Rose hafði reynt skot að marki.

15:13 MARK á Brittannia! Þvílíkt mark!! Charlie Adam kemur Stoke aftur yfir gegn United. Eftir sendingu inn á teiginn var boltinn skallaður út til Adam sem þrumaði á markið, óverjandi upp í bláhornið. Menn verja hann ekki þarna, sema hvað þeir heita!

16:08 MARK á Brittannia! Það tekur Man Utd ekki langan tíma í síðari hálfleik að jafna metin gegn Stoke, 1:1. Það gerði auðvitað Robin van Persie með gullfallegu skoti eftir sendingu frá Juan Mata.

16:07 MÖRK í Wales. Heimamenn í Cardiff byrja síðari hálfleikinn heldur betur vel! Á 49. mínútu jafnaði Craig Bellamy metin en strax mínútu síðari kom Kenwyne Jones Cardiff í 2:1 í sínum fyrsta leik. Það munar ekkert um það!

16:02 Síðari hálfleikur er hafinn.

15:48 Hálfleikur. Eitt mark komið í hverjum leik nema í viðureign Fulham og Southampton þar sem enn er markalaust.

15:37 MARK á Brittannia. Heimamenn í Stoke eru komnir yfir gegn Manchester United! Charlie Adam tók aukaspyrnu af gríðarlega löngu færi, þrumaði í Michael Carrick og þaðan fór boltinn í netið, en David De Gea var þegar farinn í hitt hornið. Klaufalegt en það telur!

15:34 MARK á Goodison Park. Jæja ég fékk það sem ég bað um. Aston Villa var að komast yfir gegn Everton. Markið skoraði Leandro Bacuna á 34. mínútu með skoti milli fóta Tim Howard eftir sendingu frá Christian Benteke.

15:30. Hálftími liðinn af leikjunum fimm en einungis tvö mörk litið dagsins ljós. Við viljum nú meira fjör en þetta!

15:19 Brittannia. Englandsmeistarar Manchester United hafa mikla yfirburði gegn Stoke. Wayne Rooney fór illa með gott færi áðan en skaut rétt framhjá við markteig. Stuðningsmenn United fagna því eflaust að sjá Rooney, van Persie og Mata saman í liðinu, en þeir hafa verið öflugir framarlega á vellinum.

15:13 MARK í Hull. Heimamenn í Hull eru komnir yfir gegn Tottenham. Markið skoraði Shane Long í sínum fyrsta leik fyrir liðið á 12. mínútu.

15:05 MARK í Wales. Það byrjar ekki vel hjá botnliði Cardiff gegn Norwich. Gestirnir voru að komast yfir strax á fimmtu mínútu með marki Robert Snodgrass.

15:00 Leikirnir eru komnir af stað.

14:20 Byrjunarliðin í leikjunum eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Stoke: Begovic; Cameron, Shawcross, Wilson, Pieters; Odemwingie, Whelan, Adam, Arnautovic, Walters; Crouch

Man Utd: De Gea; Smalling, Jones, Evans, Evra; Young, Cleverley, Carrick, Rooney, Mata, van Persie

-----

Hull: Harper, Rosenior, Figueroa, Davies, McShane, Huddlestone, Meyler, Elmohamady, Brady, Jelavic, Long.

Tottenham: Lloris; Walker, Dawson, Vertonghen, Rose; Lennon, Bentaleb, Paulinho, Eriksen; Adebayor, Soldado

-----

Fulham: Stekelenburg; Riether, Hangeland, Burn, Richardson; Duff, Sidwell, Kvist, Parker, Holtby; Bent

Southampton: Boruc, Chambers, Fonte, Yoshida, Shaw, Wanyama, Schneiderlin, S. Davis, Lallana, Rodriguez, Lambert.

-----

Cardiff: Marshall; Fabio, Caulker, Turner, John; Whittingham, Medel, Mutch, Noone; Bellamy, Jones.

Norwich: Ruddy; Martin, R Bennett, Bassong, Olsson; Snodgrass, Tettey, Johnson, Gutierrez; Elmander, Hooper.

-----

Everton: Howard, Baines, Jagielka, McGeady, Mirallas, Distin, McCarthy, Barry, Barkley, Osman, Stones.

Aston Villa: Guzan, Bertrand, Vlaar, Clark, Baker, Bertrand, Westwood, Delph, Weimann, Benteke, Holt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka