Útilokar titilbaráttu

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool útilokar að sínir menn komi til með að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili.

Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar og er átta stigum á eftir toppliði Arsenal þegar 14 umferðum er ólokið í deildinni.

„Ég held að fyrir okkur sem lið þá sé það oft snemmt að vera í titilbaráttu í ár. Ég var í Manchester og sá City og Chelsea spila. Þar sá ég hópana sem þessi lið hafa og hafa búið til á undanförnum árum. Það verður því erfitt fyrir okkur, jafnvel þó svo að við höfum veitt þeim keppni hingað til,“ segir Rodgers.

Liverpool, sem vann Englandsmeistaratitilinn síðast árið 1990, tekur á móti Arsenal í stórleik á laugardaginn og þá á liðið líka eftir að mæta Manchester City og Chelsea. „Við munum spila stóra rullu í titilbaráttunni. Við erum atvinnumenn og munum berjast og reyna að enda eins ofarlega og við getum,“ sagði Rodgers sem tók við af Kenny Dalglish í júní 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka