FC Köbenhavn lagði Breiðablik

Daniel Braaten skoraði fyrir FCK gegn Breiðabliki í kvöld.
Daniel Braaten skoraði fyrir FCK gegn Breiðabliki í kvöld. AFP

Dönsku meistararnir FC Köbenhavn sigruðu Breiðablik, 2:0, á alþjóðlega æfingamótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir á Algarve í Portúgal.

Norski landsliðsframherjinn Daniel Braaten kom FCK yfir strax á 10. mínútu og Blikar skoruðu sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Danny Amankwaa á 50. mínútu.

Rúrik Gíslason var ekki í liði FC Köbenhavn í kvöld en hann fékk frí eins og margir aðrir af fastamönnum liðsins.

Þetta var þriðji og síðasti leikur Blikanna í ferðinni og eina tapið. Þeir unnu austurríska liðið Mattersburg í vítaspyrnukeppni eftir 1:1, jafntefli og lögðu svo Midtjylland, efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka