„Hef aldrei séð hann svona reiðan“

Raheem Sterling er hér að koma Liverpool í 5:0.
Raheem Sterling er hér að koma Liverpool í 5:0. AFP

Mikel Arteta, spænski miðjumaðurinn í liði Arsenal, segist aldrei hafa séð knattspyrnustjóra sinn, Arsene Wenger, eins reiðan og hann var í hálfleik í viðureign Liverpool og Arsenal á Anfield á laugardaginn.

Arsenal var 4:0 undir eftir fyrri hálfleikinn og lokatölurnar á Anfield urðu 5:1, Liverpool í vil.

„Við vitum að við þurfum að bæta okkur. Við vorum komnir 4:0 undir eftir 19 mínútur og þetta var eins og að lenda í bílslysi. Stjórinn var mjög æstur í leikhléinu og það eðlilega því þetta var ekki gott fyrir félagið. Ég hef alla vega aldrei séð hann svona reiðan,“ segir Arteta, sem skoraði eina mark Arsenal úr vítaspyrnu.

Arsenal var í toppsætinu fyrir helgina en er nú í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea. Arsenal tekur á móti Englandsmeisturum Manchester United á miðvikudaginn og mætir svo Liverpool aftur um næstu helgi en þá eigast liðin við í bikarnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert