Enska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Wayne Rooney hafi gert nýjan samning við Englandsmeistara Manchester United.
Samkvæmt heimildum The Sun mun nýi samningurinn fela í sér að Rooney fái 300 þúsund pund í vikulaun en sú upphæð nemur 60 milljónum íslenskra króna.
Hann verður þar með launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en samingurinn gildir til ársins 2018 en Rooney er 28 ára gamall.
Rooney hefur verið í herbúðum Manchester United frá árinu 2004 en hann kom til félagsins frá Everton þegar hann var 16 ára gamall. Rooney hefur spilað 298 deildarleiki með United og hefur í þeim skorað 150 mörk.