Chelsea með sjö stiga forskot

Chelsea burstaði Tottenham, 4:0 í Lundúnaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Samuel Eto'o var frábær hjá Chelsea í dag. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og fiskaði svo vítaspyrnu og Younes Kaboul hjá Tottenham af velli stuttu síðar. Eden Hazard skoraði úr vítinu og Demba Ba skoraði svo tvö mörk á stuttum kafla í lokin.

Chelsea hefur nú 66 stig í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er þar með komið með sjö stiga forskot á næstu lið.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

90. Leik lokið með 4:0 sigri Chelsea.

90. MARK!! (4:0) Þvílíkt einbeitingarleysi hjá Tottenham. Kyle Walker skallar til baka á miðjum eigin vallarhelmingi, Demba Ba komst á undan Hugo Lloris í boltann og skoraði svo í autt markið.

88. MARK!! (3:0) Chelsea að gera endanlega út um leikinn. Demba Ba fékk fyrirgjöf inn á teiginn, og skoraði. Snyrtilega gert.

83. Fín sókn hjá Chelsea. Eden Hazard sendi á Willian sem var kominn hægra megin við vítateig Tottenham. Willian sendi á Oscar, sem þrumaði svo boltanum hátt yfir markið.

61. Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki fundið sig almennilega í leik Tottenham að mati Tim Sherwood knattspyrnustjóra Totenham sem tekur hann af velli fyrir Paulinho.

60. MARK!! (2:0) Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard skorar af öryggi úr vítaspyrnunni fyrir Chelsea. Útlitið dökk fyrir Tottenham.

59. Rautt spjald. Younes Kaboul brýtur á Samuel Eto'o á vítateig Chelsea. Vítaspyrna dæmd og Kaboul umsvifalaust vikið af velli.

56. MARK!! (1:0) Chelsea komið yfir gegn Tottenham. Hræðileg varnarmistök hjá Jan Vertonghen sem sendir boltann til baka á eigin vítateig. Það vildi þó ekki betur til en að þetta var frábær sending fyrir Samuel Eto'o sem komst einn á móti Hugo Lloris og þakkaði fyrir pent með því að klára færið með marki.

45. Flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks í Lundúnaslagnum. Nokkuð tíðindalítill fyrri hálfleikur þar sem allt er þó stál í stál.

29. Fínt hlaup hjá Samuel Eto'o inn á vítateig Tottenham. Hann var hins vegar kominn fullutarlega í teiginn og á meðan komu varnarmenn Tottenham sér fyrir, þannig að lítið varð úr færinu, sem virtist í upphafi nokkuð gott.

23. Sandro með gott skot fyrir Tottenham að marki Chelsea, en Peter Cech ver í horn.

4. Gott færi hjá Chelsea. Samuel Eto'o kom knettinum á Eden Hazard sem átti fínt skot að marki Tottenham, en skaut aðeins yfir markið.

2. Samuel Eto'o lá á vellinum í nokkrar mínútur. En búið er að koma honum aftur á fætur og leikurinn heldur áfram.

1. Leikurinn er farinn af stað. Tottenham byrjar með boltann.

0. Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan. Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Tottenham.

Chelsea: Cech, Ivanovic, Azpilicueta, Matic, Cahill, Terry, Ramires, Lampard, Eto'o, Schürrle, Hazard.

Varamenn: Oscar, Mikel, Ba, Willian, Schwarzer, Torres, Kalas.

Tottenham: Lloris, Naughton, Vertonghen, Bentaleb, Dawson, Kaboul, Walker, Sandro, Adebayor Gylfi Þór Sigurðsson, Lennon.

Varamenn: Paulinho, Soldado, Townsend, Chadli, Friedel, Fryers, Kane.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert