Arsenal í úrslit eftir vítakeppni gegn Wigan

Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Mertesakcer.
Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Mertesakcer. AFP

Arsenal tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik enska FA-bikarsins eftir sigur á ríkjandi bikarmeisturum Wigan í vítaspyrnukeppni.

Jordi Gomez kom Wigan yfir úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Per Mertesacker jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. Ekkert var skorað það sem eftir lifði leiks né heldur í framlengingunni og þá þurfti grípa til vítaspyrnukeppni.

Þar var Lukasz Fabianski hetja Arsenal en hann varði tvær fyrstu spyrnur Wigan á meðan Arsenal skoraði úr öllum sínum og tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik. Þar mæta þeir annað hvort Hull eða Sheffield United.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Vítaspyrnukeppni:

3:5 - Santi Cazorla skorar og tryggir Arsenal farseðilinn í úrslitin! 

3:4 - McArthur heldur lífi í þessu fyrir Wigan.

2:4 - Oliver Giroud skorar örugglega.

2:3 - Beausejour skorar örugglega.

1:3 - Kim Källström skorar!

1:2 - Fabianski ver aftur! Nú frá Jack Collison.

1:2 - Mikel Arteta skorar örugglega

1:1 - Fabianski ver spyrnu Gary Caldwell sem reið á vaðið.

---

120. Framlengingu lokið. Það verður boðið upp á vítaspyrnukeppni góðir hálsar - ekki fara neitt!

115. Við erum fimm mínútum frá vítaspyrnukeppni. Þetta verða æsilegar lokamínútur.

111. Þarna voru bikarmeistararnir heppnir. Alex Oxlade-Chamberlain með skot fyrir utan teig sem small í þverslánni!

105. Hálfleikur í framlengingu.

91. Við erum komin af stað í framlengingu!

90.+5 Við erum að fara í framlengingu.

90. Það verða að minnsta kosti fimm mínútur í uppbótartíma.

82. MARK! Staðan er 1:1. Sóknarþunginn ber árangur. Maðurinn sem braut af sér í markinu áðan bætir fyrir það, Per Mertesacker skorar með skalla eftir langa og stranga sókn.

80. Arsenal sækir stíft en vörn bikarmeistaranna heldur enn sem komið er. 

63. MARK! Staðan er 1:0. Það var töf á að hægt væri að taka spyrnuna vegna meiðsla. Loks þegar hægt var að taka spyrnuna steig Jordi Gomez á punktinn g hann skoraði af gríðarlegu öryggi. Bikarmeistararnir eru komnir yfir!

60. Vítaspyrna! Bikarmeistararnir fá víti! tók Callum McManaman niður innan teigs og klár vítaspyrna raunin.

46. Síðari hálfleikur er hafinn. Koma svo, fáum smá fjör í þetta!

45. Hálfleikur. Eins og lýsingin segir hefur þetta ekki verið tíðindamikill leikur. B-deildarliðið hefur varist vel og haldið Arsenal vel frá sér.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Wigan: Carson, Perch, Boyce, Ramis, Crainey, McArthur, McEachran, McManaman, Beausejour, Gomez, Fortune.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Monreal, Arteta, Oxlade-Chamberlain, Ramsey, Cazorla, Podolski, Sanogo.

Per Mertesacker jafnar metin í 1:1.
Per Mertesacker jafnar metin í 1:1. AFP
Leikmenn Wigan fagna marki Jordi Gomez sem kom þeim yfir.
Leikmenn Wigan fagna marki Jordi Gomez sem kom þeim yfir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert