Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff City harðneitar þeirri ásökun að hafa lekið byrjunarliði Cardiff til forráðamanna Palace fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
„Þetta myndi aldrei koma út úr mínum munni, byrjunarlið Cardiff á móti einhverju öðru liði. Ég er sjálfur fyrirliði íslenska landsliðsins og mér myndi aldrei detta það í hug að stinga liðsfélaga mína í bakið með því að tilkynna andstæðingum okkar liðið okkar,“ sagði Aron Einar í viðtali á RÚV í kvöld.
„Ég hef ekkert að fela og hef hreina samvisku hvað þetta varðar, og stjórinn veit það. Annars hefði ég náttúrulega ekkert verið í hóp í síðasta leik. Ef þeir hefðu haldið að ég hefði kjaftað þessu liði á móti Crystal Palace hefði ég ekkert verið á bekknum á móti Southampton í síðustu viku,“ segir Aron Einar.
Cardiff krefst ógildingar úrslita
<br/><br/>