Moyes sagður lafa til morguns

David Moyes og Sir Alex Ferguson, maðurinn sem valdi Moyes …
David Moyes og Sir Alex Ferguson, maðurinn sem valdi Moyes sem eftirmann sinn. AFP/Getty Images

Fréttastofan Sky segir að það komi í ljós á næsta sólarhring hvort David Moyes verði sagt upp starfi knattspyrnustjóra Manchester United. Mjög ósennilegt er að frekari fréttir verði af málinu í dag, að sögn Sky, en líklegt að einhverjar fréttir berist úr herbúðum félagsins áður en markaðir í Bandaríkjunum opna á morgun. Sem kunnugt er þá er félagið í eigu bandarískrar fjölskyldu. 

Forráðamenn Manchester United neita að tjá sig um málið. Sú staðreynd hefur orðið til þess að veita auka enn á trúverðugleika þessa orðróms. 

Sky og fleiri enskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðan um hádegið að Moyes verði látinn taka pokann sínn fljótlega og verði í ekki við stjórnvölin í næsta leik liðsins í deildinni um næstu helgi. Moyes hafi fyrir löngu tapað trú leikmanna liðsins og þolinmæði eigenda félagsins sé á þrotum. Í raun hafi eigendur félagsins íhugað alvarlega að segja Moyes upp í kjölfar 2:0 taps fyrir Olympiakos í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum en ekkert hafi orðið úr og sigur í seinni leiknum við Grikkina og leikirnir við Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar hafi aðeins veitt Skotanum gálgafrest sem nú sé á enda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert