Fer Suárez til Barcelona?

Luis Suárez.
Luis Suárez. AFP

Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að Luis Suárez afgreiddi enska landsliðið og skaut það langleiðina út úr heimsmeistarakeppninni greindi Katalóníublaðið El Mundo Deportivo frá því framherjinn frábæri frá Úrúgvæ og leikmaður Liverpool sé efstur á óskalista Barcelona og að viðræður um kaupin séu komnar af stað.

Spænska blaðið heldur því fram að ákvæði séu í samningi sem Suárez gerði við Liverpool í desember að hægt sé að kaupa hann út fyrir 85 milljónir evra, rúma 13 milljarða íslenskra króna, en upphæðin sé mun lægri fyrir lið utan Englands eða í kringum 65 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert