Arsenal gekk í dag frá kaupum á varnarmanninum Calum Chambers frá Southampton fyrir 16 milljónir punda. Chambers sem er 19 ára hægri bakvörður á að veita Frakkanum Mathieu Debuchy samkeppni um sæti í byrjunarliði Arsenal næsta vetur, en Debuchy gekk einnig í raðir Arsenal í sumar.
Chambers er enn einn leikmaðurinn sem yfirgefur herbúðir Southampton í sumar. Áður hafði félagið selt Ricky Lambert, Adam Lallana og Dejan Lovren til Liverpool og Luke Shaw til Manchester United.
Í staðin hefur Southampton aðeins krækt í serbneska miðjumanninn Dusan Tadic frá Twente í Hollandi og ítalska framherjann Graziano Pellé frá Feyenoord í Hollandi.