Arsenal fékk Samfélagsskjöldinn

Bikarmeistarar Arsenal höfðu betur gegn Englandsmeisturum Manchester City þegar liðin áttust við í leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley í dag. Arsenal skoraði þrjú mörk en City tókst ekki að skora. Fylgst var með gangi mála á mbl.is

Arsenal komst í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Casorla og Ramsey og snemma í síðari hálfleik bætti Giroud við marki. Arsenal var sterkara liðið að þessu sinni og sigur þess sanngjarn.

15:53 Leik lokið.

15:18 0:3 Giroud kemur Arsenal í 3:0 með flottu marki, gott skot hans rétt innan vítateigs fór í varnarmann og yfir markvörðinn. Mínútu fyrir markið gerði City tvær breytingar. Yaya Toure og Edin Dzeko fóru af velli og James Milner kom inn á ásamt hinum tvítuga argentínska miðjumanni, Bruno Zuculini.

15:03 Seinni hálfleikur hafinn. Arsenal skiptir Olivier Giroud, Alex Oxlade-Chamberlain og Nacho Monreal inn fyrir þá Yaya Sanogo, Alexis Sanchez og Laurent Koscielny. David Silva kemur inn hjá City fyrir Samir Nasri.

14:45 HÁLFLEIKUR

14:41 0:2 Flott mark úr skyndisókn og það var Ramsey sem setti knöttinn í netið. City hafði sótt nokkuð eftir fyrra mark Arsenal en þetta var flott skyndisókn hjá Arsenal.

14:21 0:1 Gott mark hjá Cazorla með vinstri úr miðjum vítateignum vinstra megin. Arsenal hefur leikið betur en City það sem af er og forystan sanngjörn.

14:00 Leikurinn hafinn

Tíu ár eru liðin síðan Arsenal sigraði í leik um Samfélagsskjöldinn en City krækti í hann fyrir tveimur árum.

Markvörðurinn Willy Cabellero og miðjumaðurinn Fernando eru báðir í byrjunarliði City og leika sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hjá Arsenal eru þrír sem leika sinn fyrsta leik fyrir félagið, Calum Chambers, Mathieu Debuchy og Alexis Sanchez. Annars eru byrjunarliðin þannig:

Byrjunarlið City: Caballero, Clichy, Boyata, Nastasic, Kolarov, Navas, Fernando, Toure (C), Nasri, Jovetic, Dzeko

Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Debuchy, Koscielny, Chambers, Gibbs, Arteta, Wilshere, Ramsey, Alexis, Cazorla, Sanogo

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert