Sturridge reyndist hetja Liverpool

Raheem Sterling skoraði og lagði upp mark fyrir Liverpool í …
Raheem Sterling skoraði og lagði upp mark fyrir Liverpool í dag. Hér á hann í höggi við Nathaniel Clyne í leiknum í dag, en hann skoraði mark Southampton. AFP

Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka þegar Liverpool vann sigur á Southampton á heimavelli sínum, 2:1.

Liverpool var sterkari aðilinn í upphafi leiks og komst yfir á 23. mínútu þegar Raheem Sterling skoraði með hnitmiðuðu skoti eftir frábæra stungusendingu frá Jordan Henderson. 1:0 í hálfleik.

Leikmenn Southampton bitu hins vegar vel frá sér eftir hlé og Nathaniel Clyne jafnaði metin með þrumuskoti úr vítateignum eftir flottan samleik.1:1 og allt opið. Gestirnir voru sterkari næstu mínútur, en það voru hins vegar leikmenn Liverpool sem skoruðu næsta mark.

Þar var á ferðinni Daniel Sturridge tíu mínútum fyrir leikslok sem kom fæti í boltann eftir að Sterling kom honum til hans. Southampton sótti stíft undir lokin en það gekk ekki, lokatölur 2:1.

Fylg­ist er með öllu í enska boltanum í máli og mynd­um í ENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert