Vinnur United sinn fyrsta leik?

Radamel Falcao og Daley Blind gætu spilað sinn fyrsta leik …
Radamel Falcao og Daley Blind gætu spilað sinn fyrsta leik með Manchester United í dag. AFP

Radamel Falcao, Marcos Rojo, Daley Blind og Luke Shaw gætu allir spilað sinn fyrsta leik með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið tekur á móti QPR.

Manchester United er enn án sigurs í deildinni en liðið hefur tapað einum leik og gert tvö jafntefli. Og ef United tekst ekki að vinna sigur á QPR í dag verður það í fyrsta sinn frá árinu 1986 sem því tekst ekki að vinna neinn af fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni en í nóvember það ár var sjálfur Sir Alex Ferguson ráðinn knattspyrnustjóri félagsins.

QPR á ekki góðar minningar frá Old Trafford en því hefur aldrei tekist að vinna United í deildinni á þeim velli og hefur tapað 10 af 12 leikjum sínum gegn United á Old Trafford í úrvalsdeildinni.

Rio Ferdinand snýr aftur á Old Trafford en hann yfirgaf United í sumar eftir langa vist og gekk til liðs við Lundúnaliðið. Víst er að hann mun fá hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum United.

Leikur Manchester United og QPR hefst klukkan 15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert