Wenger: Verðum að sýna Welbeck þolinmæði

Danny Welbeck náði ekki að koma boltanum í netið í …
Danny Welbeck náði ekki að koma boltanum í netið í Dortmund í gær. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það verði að sýna framherjanum Danny Welbeck þolinmæði en hann fékk dauðafæri til að skora í 2:0-tapinu gegn Dortmund í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Welbeck kom til Arsenal fyrir 16 milljónir punda frá Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans í upphafi mánaðarins. Skömmu síðar skoraði hann bæði mörk Englands í sigri á Sviss en hann á eftir að skora sitt fyrsta mark fyrir Arsenal.

„Danny mun bæta sig, við þurfum ekki að gera neitt vandamál úr þessu,“ sagði Wenger eftir leikinn í gær.

„Hann var mjög líflegur í fyrri hálfleik. Hann fékk tvö eða þrjú góð færi en náði ekki að nýta þau. Það var eitt dauðafæri. Við verðum að sýna honum þolinmæði,“ sagði Wenger um Welbeck, sem skoraði síðast í deildarleik þann 8. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert