„Góð lið í kringum okkur“

Cesc Fabregas er hér að skora annað mark Chelsea.
Cesc Fabregas er hér að skora annað mark Chelsea. AFP

John Terry fyrirliði Chelsea segir að sigurinn gegn Stoke á Britannia í kvöld hafi verið mjög mikilvægur en með honum endurheimti Chelsea þriggja stiga forskoti á toppnum.

„Þetta er erfiður staður að koma á en markið sem við skoruðum snemma gaf okkur færi á að byggja ofan á leik okkar og við stjórnuðum honum allan tímann. Það eru góð lið í kringum okkur svo það mjög mikilvægt að ná sigri,“ sagði Terry eftir leikinn en hann skoraði fyrra mark sinna manna og náði þar með að skora sitt fyrsta mark í deildinni í meira en eitt ár.

Chelsea er með 42 stig í efsta sætinu, Manchester City er með 39 og Manchester United er í þriðja sætinu með 32 stig.

Terry hrósaði Nemanja Matic í hástert en Serbinn var kjörinn maður leiksins.

„Matic hefur verið í öðrum klassa. Hann brýtur niður sóknir andstæðinganna og er duglegur að taka þátt í uppbyggingu okkar sókna. Hann hefur verið frábær fyrir okkur á tímabilinu,“ sagði Terry.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert