Balotelli segir fólki að þegja (myndskeið)

Ballotelli sussar á fólk.
Ballotelli sussar á fólk. Mynd/Instagram

Mario Balotelli framherji Liverpool kom ekki við sögu í leiknum gegn Swansea á dögunum vegna veikinda. Hann var hins vegar í fjölmiðlum daginn eftir en það tengdist reyndar ekki knattspyrnu á beinan hátt. 

Í gær setti hann inn afar áhugavert myndskeið af sjálfum sér á Instagram-síðu sinni þar sem hann bað fólk sem þekkir hann ekki persónulega að þegja og má vafalaust tengja þetta við þá gagnrýni sem kappinn hefur fengið hvort sem það tengist frammistöðu hans inni á vellinum eða ekki.

„Þekkiru mig? Hefur þú einhvern tímann talað við persónulega? Veistu hvað ég hef þurft að ganga í gegnum í lífinu? Þú sást mig bara spila fótbolta á vellinum. Þannig að, þegiðu bara!“ sagði meðal annars í þessu annars skrautlega myndskeiði frá Balotelli.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/0Vv4SCLj7q/" target="_top">For those with an easy judge without knowing s*** about others. Good night😘. #idowhatiwant-remember!</a>

A video posted by Mario Balotelli🇮🇹🗿👪 (@mb459) on Mar 17, 2015 at 12:01pm PDT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert