Gudmundsson, þú ert goðsögn

Jóhann Berg fagnar marki með Charlton.
Jóhann Berg fagnar marki með Charlton. Ljósmynd/cafc.co.uk/

„Gudmundsson þú ert goðsögn“ er aðeins brot af því sem fólk á samskiptamiðlinum Twitter lét frá sér fara um íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í gær þegar hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 3:0 sigurleik Charlton gegn Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu.

„Gudmunds­son er okk­ar Dav­id Beckham þegar að auka­spyrn­um kem­ur,“ sagði þjálfari liðsins um Jóhann eftir leik en stuðningsmenn liðsins voru einnig himinlifandi með kappann.

Hér að neðan má sjá brot af því sem þeir sögðu en þar veltir meðal annars einn stuðningsmaður sér fyrir þeirri ótrúlegu staðreynd að liðið hafi fengið hann á frjálsri sölu.

„Gudmundsson er óraunverulegur“ segir annar furðu lostinn stuðningsmaður Charlton og enn annar segir að „þið getið alveg eins gefið okkur markið ef við fáum aukaspyrnu“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert