Bournemouth fer í úrvalsdeildina

Dan Gosling og félagar í Bournemouth eru á leið í …
Dan Gosling og félagar í Bournemouth eru á leið í úrvalsdeildina. AFP

Bournemouth mun leika í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti á næsta ári en það er orðið ljóst eftir öruggan sigur liðsins á Eiði Smára Guðjohnsen og samherjum í Bolton, 3:0, í B-deildinni í kvöld.

Fyrir lokaumferðina er Bournemouth með 87 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Watford sem fór upp á laugardaginn. Middlesbrough er með 84 stig og getur því náð Bournemouth en heilum 19 mörkum munar á markatölu liðanna og því alveg ljóst að þann mun vinnur Middlesbrough ekki upp.

Marc Pugh, Matt Ritchie og Callum Wilson skoruðu fyrir Bournemouth. Eiður Smári lék síðasta hálftímann með Bolton, sem missti Dorian Dervite af velli með rautt spjald á 70. mínúu, þegar staðan var 2:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert