Hreinsanir framundan hjá Liverpool

Mario Balotelli er á förum.
Mario Balotelli er á förum. AFP

Reiknað er með að gerðar verði miklar breytingar á leikmannahópi Liverpool í sumar áður en næsta tímabil gengur í garð.

Meðal þeirra sem eru sagðir á förum eru Mario Balotelli, Fabio Borini og Rickie Lambert, þar sem vel á að taka til í framlínunni. Í hans stað á að treysta á Divock Origi, sem félagið keypti í fyrra en var á láni hjá Lille í vetur, auk þess sem Danny Ings, framherji Burnley, er á óskalistanum.

Þá hefur Liverpool einnig augastað á Christian Benteke, framherja Aston Villa, og hugsar hann sem góða uppfyllingu fyrir Daniel Sturridge sem verður frá vegna meiðsla eitthvað fram á næsta tímabil. Þá er Liverpool sagt vilja tryggja sér þjónustu James Milner, sem verður samningslaus hjá Manchester City í sumar.

Auk þríeykisins sem er á förum úr framlínunni ásamt Steven Gerrard er talið að Glen Johnson og Brad Jones fái ekki endurnýjun á sínum samningum auk þess sem Iago Aspas mun að öllum líkindum ganga til liðs við Sevilla. Þá eru Sebastian Coates og Jose Enrique sagðir á förum, en liðið vill hins vegar fyrir alla muni halda í Raheem Sterling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert