Schweinsteiger á leið til United

Bastian Schweinsteiger fagnar marki með Bayern.
Bastian Schweinsteiger fagnar marki með Bayern. AFP

Samkvæmt heimildum þýska fréttamiðilsins Bild er þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger á leið frá Bayern München til Manchester United í sumar. Kaupverð er talið vera á milli 18 og 20 milljón evra.

Schweinsteiger, sem er 30 ára gamall, hefur verið lykilmaður í liði Bayern München í fjölmörg ár en hann hefur eytt öllum ferlinum hjá Bayern. Hann mun vera mikill liðsstyrkur fyrir United skyldu þessu félagsskipti ganga í gegn. Schweinsteiger þekkir vel til Louis van Gaal, knattspyrnustjóra United, en van Gaal var þjálfari Bayern frá árinu 2009 til ársins 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert