Markið sem Christian Benteke skoraði fyrir Liverpool í 1:0 sigri liðsins gegn Bournemouth á mánudag hefði ekki átt að standa. Enska úrvalsdeildin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það kemur fram.
Samkvæmt núgildandi túlkun á rangstöðureglunni er markið ólöglegt. Philippe Coutinho var rangstæður þegar fyrirgjöf fyrir mark Bournemouth kom og hafði áhrif á leikinn. Sigurmark Liverpool í leiknum er því ólöglegt.
Markið má sjá hér fyrir neðan.