Balotelli aftur í ítalska boltann?

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Ítalska liðið AC Milan er í viðræðum við Liverpool um að fá til liðs við sig á nýjan leik ítalska sóknarmanninn Mario Balotelli.

Sky Italia sjónvarpsstöðin hefur heimildir fyrir þessu en Liverpool greiddi AC Milan 16 milljónir punda fyrir Balotelli síðastliðið sumar. Hann náði sér engan veginn á strik með Liverpool-liðinu og ljóst er að hann á ekki lengur framtíð hjá félaginu en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, ákvað að taka hann ekki með í æfinga- og keppnisferð liðsins fyrir tímabilið.

AC Milan, undir stjórn Sinisa Mihajlovic, er reiðubúið að gefa Balotelli annað tækifæri og það ætti að skýrast á næstu dögum hvort ítalski skrautfuglinn klæðist AC Milan treyjunni á nýjan leik eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert