Spænski markvörðurinn David de Gea mun ef að líkum lætur geta kallað sig leikmann Real Madrid áður en dagurinn er úti.
Real hefur náð samkomulagi við Manchester United um kaup á markverðinum fyrir 22-26 milljónir punda, samkvæmt frétt spænska blaðsins Marca sem er vel inni í málum hjá Real Madrid.
Daily Mirror hafði áður greint frá því að De Gea hefði haldið til Madrid í gær til að ganga frá málinu, en lokað verður fyrir félagaskipti á Spáni í kvöld.
Hugsanlegt er að Keylor Navas, markvörður Real, fari til United en hann mun þó ekki vera hluti af kaupverðinu.