Hector Moreno, mexíkóski varnarmaðurinn hjá PSV, segist fullur iðrunar eftir að hafa fótbrotið Luke Shaw, leikmann Manchester United, í 2:1-sigri PSV í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld.
Shaw tvífótbrotnaði og verður frá keppni næstu mánuðina. Óvíst er nákvæmlega hve lengi en þegar Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, meiddist með sams konar hætti árið 2010 var hann frá keppni í níu mánuði. Evrópumótið næsta sumar virðist því í hættu hjá enska bakverðinum, eftir glæfralega tæklingu Morenos:
„Ég veit hvernig honum líður og hversu erfitt þetta er,“ sagði Moreno, sem sjálfur fótbrotnaði í leik með Mexíkó gegn Hollandi á HM í fyrrasumar. „Mér líður mjög illa yfir þessu. Mér þykir þetta afar leitt,“ bætti Moreno við.
Batakveðjum hefur rignt yfir Shaw, sérstaklega frá liðsfélögum hans í United-liðinu:
Disappointing result tonight but thoughts are with Luke, stay strong mate! @LukeShaw23 @ManUtd
— Phil Jones (@PhilJones4) September 15, 2015
Sad about the defeat but much sadder about Luke's injury. Come back soon my friend pic.twitter.com/VHO6gusvF2
— Ander Herrera (@AnderHerrera) September 15, 2015
Very disappointing night for us. Wish @LukeShaw23 a speedy recovery, gutted for you, stay strong mate
— Ashley Young (@youngy18) September 15, 2015
My thoughts and prayers are with @LukeShaw23 Hoping for a quick recovery and to be playing alongside him again as soon as possible! 🙏🏽
— Chris Smalling (@ChrisSmalling) September 15, 2015
Defeat hurts, but @LukeShaw23's injury hurts even more. We hope you come back even stronger!
— David De Gea (@D_DeGea) September 15, 2015