Líður illa yfir tæklingunni

Luke Shaw í loftinu eftir tæklingu Hectors Moreno.
Luke Shaw í loftinu eftir tæklingu Hectors Moreno. AFP

Hector Moreno, mexíkóski varnarmaðurinn hjá PSV, segist fullur iðrunar eftir að hafa fótbrotið Luke Shaw, leikmann Manchester United, í 2:1-sigri PSV í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld.

Shaw tvífótbrotnaði og verður frá keppni næstu mánuðina. Óvíst er nákvæmlega hve lengi en þegar Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, meiddist með sams konar hætti árið 2010 var hann frá keppni í níu mánuði. Evrópumótið næsta sumar virðist því í hættu hjá enska bakverðinum, eftir glæfralega tæklingu Morenos:

„Ég veit hvernig honum líður og hversu erfitt þetta er,“ sagði Moreno, sem sjálfur fótbrotnaði í leik með Mexíkó gegn Hollandi á HM í fyrrasumar. „Mér líður mjög illa yfir þessu. Mér þykir þetta afar leitt,“ bætti Moreno við.

Batakveðjum hefur rignt yfir Shaw, sérstaklega frá liðsfélögum hans í United-liðinu:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert