Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15.00 í dag. Arsenal gjörsigraði Manchester United á Emirates, heimavelli Arsenal. Þá skildu Swansea og Tottenham jöfn á Liberty Stadium í Wales.
Leikmenn Arsenal hófu leikinn af miklum krafti og voru komnir með tveggja marka forystu eftir sjö mínútna leik.
Alexis Sanchez kom Arsenal yfir með laglegu marki með hælnum. Mesut Özil tvöfaldaði svo forystuna einungis einni mínútu síðar.
Alexis Sanchez skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Arsenal á 20. mínútu leiksins með stórglæsilegu skoti upp í samskeytin.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea mættu fyrrverandi félögum Gylfa Þórs hjá Tottenham. Þeim leik lyktaði með 2:2 jafntefli. Swansea komst tvisvar yfir með marki frá André Ayew og sjálfsmarki Harry Kane.
Christian Eriksen jafnaði metin fyrir Tottenham hins vegar tvívegis með tveimur mörkum beint úr aukaspyrnu og niðurstaðan 2:2 jafntefli.
Arsenal skaust upp fyrir Manchester United með sigri sínum, en liðin eru bæði með 16 stig. Arsenal er með betri markatölu en Manchester United og situr því í öðru sæti deildarinnar og Manchester United er í þriðja sæti.
Arsenal og Manchester United eru tveimur stigum frá Manchester City sem trónir á toppi deildarinnar. Tottenham er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig og Swansea er í 11. sæti með tíu stig.
_______________________________________________________________
Arsenal - Man. Utd, 3:0 (leik lokið)
(Alexis Sánchez 6., 19., Mesut Özil 7.)
Swansea - Tottenham, 2:2
(André Ayew 16., Harry Kane (sjálfsmark) 31. - Christian Eriksen 27., Christian Eriksen 65.)
90. Alex Oxlade-Chamberlain, leikmaður Arsenal vippar boltanum í þverslána.
81. Manchester United gerir breytingu á sínu liði. Juan Mata fer af velli og James Wilson kemur inná í hans stað.
80. Arsenal gerir breytingu á liði sínu. Alexis Sanchez haltrar af velli og heldur um nárann á sér og Kieran Gibbs kemur inn á í hans stað.
74. Arsenal gerir tvöfalda breytingu liði sínu. Theo Walcott og Mesut Özil fara af velli og Oliver Giroud og Alex Oxlade-Chamberlain koma inn á.
73. Mestu Özil, leikmaður Arsenal, með skot í fínu færi, en David de Gea, markvörður Manchester United ver skotið nokkuð auðveldlega.
68. Bastian Schweinsteiger, leikmaður Manchester United, í dauðafæri en Petr Cech, markvörður Arsenal, sér við honum.
65. MARK. Staðan er 2:2 hjá Swansea og Tottenham. Christian Eriksen jafnar metin fyrir Tottenham á nýjan leik og aftur ef það með marki beint úr aukaspyrnu.
50. Swansea og Tottenham hafa bæði fengið dauðafæri hér í upphafi seinni hálfleiks. Harry Kane fékk það fyrra en Lukasz Fabianski sá við honum af stuttu færi, og svo skallaði Bafetimbi Gomis yfir af suttu færi eftir góðan undirbúning Jefferson Montero.
46. Seinni hálfleikur að hefjast í leikjunum. Louis van Gaal gerir tvær breytingar á liði United. Marouane Fellaini og Antonio Valencia koma inn á í stað Memphis Depay og Antonio Valencia.
45. Hálfleikur í leikjunum tveimur.
31. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Swansea. Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, kemur Swansea aftur yfir með marki í eigið net.
30. Matteo Darmian fær gult spjald fyrir brot.
27. MARK. Staðan er 1:1 hjá Swansea og Tottenham. Christian Eriksen jafnar metin fyrir Tottenham með marki beint úr aukaspyrnu.
22. Ashley Young, leikmaður Manchester United, fær gult spjald fyrir brot.
20. MARK. 3:0 fyrir Arsenal. Alexis Sanchez skorar þriðja mark Arsenal með stórglæsilegu marki.
16. MARK. 1:0 fyrir Swansea. Andre Ayew kemur Swansea yfir.
7. MARK. 2:0 fyrir Arsenal. Mesut Özil tvöfaldar forystuna fyrir Arsenal einungis mínútu síðar.
6. MARK. 1:0 fyrir Arsenal. Alexis Sanchez kemur Arsenal yfir með afar huggulegu marki.
1. Leikirnir eru hafnir.
Byrjunarlið Arsenal: Petr Cech, Per Mertesacker, Gabriel Paulista, Nacho Monreal, Hector Bellerin, Mesut Özil, Aaron Ramsey, Alexis Sanchez, Santi Cazorla, Francis Coquelin og Theo Walcott.
Byrjunarlið Manchester United: David De Gea, Chris Smalling, Daley Blind, Ashley Young, Matteo Darmian, Memphis Depay, Juan Mata, Wayne Rooney, Michael Carrick, Bastian Schweinsteiger og Anthony Martial.
Byrjunarlið Swansea: Lukasz Fabianski, Neil Taylor, Ashley Williams, Kyle Naughton, Federico Fernandez, Jonjo Shelvey, Andre Ayew, Jefferson Montero, Gylfi Sigurðsson, Jack Cork, Bafetimbi Gomis.
Byrjunarlið Tottenham: Hugo Lloris, Kyle Walker, Toby Alderweireld, Jan Vertonghen, Ben Davies, Erik Lamela, Eric Dier, Dele Alli, Nacer Chadli, Christian Erikse, Harry Kane.